Djúpivogur
A A

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 4. júlí 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 4. júlí 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 4. júlí 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 04.07.2019 - 10:07

Fundargerð 9. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Rán Freysdóttir, Eiður Ragnarsson, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Rán ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Úttektarmaður byggingarfulltrúa, bréf 5.6.2019. Óskað eftir umsögn vegna viðbyggingar við Búlandstind.

SFU gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin að öðru leyti en að klæðning sé eins á núverandi húsi og á viðbyggingu þ.e. liggjandi en ekki standandi eins og teikningar sýna. SFU áréttar einnig að fullnægjandi gögnum er þarf til framkvæmdar verði skilað.

R.F. víkur af fundi.

2. Drífa Ragnarsdóttir, bréf 10.6.2019. Endurbætur á Vigdísarlundi.

SFU tekur undir að óþarfa tafir hafa orðið á þessu verkefni, formanni falið að fylgja erindinu eftir við Sveitarstjórann.

R.F. kemur aftur til fundar.

3. Erindi til Vegagerðarinnar 12.6.2019.

Formaður fór yfir fund sem hann og Sveitarstjóri áttu með fulltrúum vegagerðarinnar og yfir erindi sem sent var til Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggis á og við þjóðveg í þéttbýli á Djúpavogi.

4. Sveitarstjórnarfundur 13.6.2019. liður 2.h. Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 6. júní 2019. Liður 1, Útisvæði við grunnskólann.

Formaður kynnti hugmynd varðandi skipulag á svæðinu. Varaformanni, Rán Freysdóttur, falið að setja sig í samband við Pál Líndal hjá Teiknistofu GJ varðandi bráðabirgða staðsetningu leiktækja og jafnframt að útfæra hugmyndir að framtíðarskipulagi svæðisins. Ofangreindir aðilar skulu skila af sér tillögum að bráðabirgðar útfærslum fyrir 20. júlí.

5. Sveitarstjórnarfundur 13.6.2019. liður 3.b. Efnistaka úr Rauðuskriðum.

SFU gerir ekki athugasemdir við efnistökuna.

6. Minnisblað byggingarfulltrúa, 1.7.2019.

Nefndin fór yfir minnisblað byggingarfulltrúa.

7. Ílát fyrir lífrænan úrgang og pokar.

Vegna jákvæðrar undirtektar á nýrri þjónustu á sorphirðumálum sveitarfélagsins leggur SFU til að sveitarfélagið bjóði íbúum sveitarfélagsins að gjöf ílát og poka fyrir lífrænan úrgang.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Rán Freysdóttir, fundarritari.