Djúpivogur
A A

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. september 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. september 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 26. september 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 26.09.2019 - 10:09

Fundargerð 10. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Eiður Ragnarsson, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Þór Vigfússon, bréf til upplýsingar 6.8.2019. Viðbygging við Búlandstind.

Formaður fór yfir bréf frá Þór og sameiginlegt svar þeirra sem bréfið var stílað á.

2. Þórir Stefánsson, erindi 26.7.2019. Göngustígar og gangbraut.

SFU leggur til við sveitarstjórn að umræddur stígur verði lagður við fyrsta tækifæri og notast við hönnun frá september 2016.

SFU þakkar fyrir innsenda hugmynd af gangbraut og mun taka hana til skoðunar í framtíðar skipulagsvinnu.

3. Vegagerðin, bréf til kynningar 26.7.2019. Lækkun hámarkshraða við Lindarbrekku.

Formaður kynnti nefndin tillögu Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða við Lindarbrekku.

4. Byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, bréf 31.7.2019. Smáhýsi óskað eftir áliti SFU.

Þar sem nokkur smáhýsi haf verið reist að undanförnu beinir nefndin því til úttektarmanns byggingarfulltrúa að taka saman kynningarefni um reglur sem varða smáhýsi sem hægt væri að birta á heimasíðunni og í Bóndavörðunni.

5. Steinaborg. Deiliskipulag og notkunarbreyting á Steinaborg.

a. Byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, bréf 2.9.2019.

SFU setur sig ekki upp á móti því að umræddu frístundahúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði svo framalega að það fullnægi öllum kröfum sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis og viðeigandi gögnum verði skilað. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimilt að reisa 2 íbúðarhús á jörðinni.

b. Sigrún Landval, bréf 18.9.2019.

SFU fellst á að byggingarleyfi verði gefið út svo breyta megi frístundahús í íbúðarhús. Og vísar til bókunar í lið 5a. SFU áréttar við umsækjanda að deiliskipulagið verði klárað sem fyrst.

6. Maciej Pietruńko, erindi 8.9.2019. Strandtengd afþreying.

Nefndin leggst ekki gegn umræddri starfsemi. En ítrekar eftirfarandi atriði:

  • Umsækjandi þarf að sækja um leyfi hyggst hann koma sér upp varanlegri aðstöðu í landi eða geymslu á búnaði.
  • Hluti af svæðinu sem umsækjandi hyggst nýta er innan hafnarsvæðis og gæta verður þess að starfsemin hafi ekki truflandi áhrif á umferð á svæðinu.
  • Hluti af svæðinu (Nýjalón) sem umsækjandi hyggst nýta er búsetusvæði og varpland fugla, ekki er æskilegt að mikil starfsemi sé þar á varp- og ungatíma.
  • Einnig vill nefndin benda á að afþreyingartengd ferðaþjónusta sé leyfisskild og nauðsynlegar tryggingar þurfa að vera til staðar.


7. Sveitarstjórnarfundur 12.9.2019. liður 3.n. Vegagerðin, umferðaröryggi á Djúpavogi, dags. 9.9.2019.

Nefndin leggur til að áfram verði unnið að því að opna aðkomuleið fyrir þungaflutninga fyrir norðan þéttbýlið. Hvort sem framkvæmdin verði á höndum Vegagerðarinnar eða Sveitafélagsins.

Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún ítreki vilja sinn um að sett verði svo kallað þéttbýlishlið við innkomuna í bæinn.

Nefndin er að öðru leiti sammála Vegagerðinni í því að yfirborðsmerkingar og gangbrautir á þjóðvegi í þéttbýli verði bættar og umferðahraði lækkaður í 40km/klst.

8. Minnisblað byggingarfulltrúa, 23.9.2019.

a. Ábendingar byggingarfulltrúa.

Nefndin tekur undir ábendingarnar, formanni falið að ræða aðgerðir við byggingarfulltrúa.

b. Mál í gangi hjá byggingarfulltrúa.

Nefndin fór yfir stöðu þeirra mála sem eru í gangi hjá Byggingarfulltrúa.

c. Minnisblað umsjónarmanns fasteigna.

Nefndin fór yfir stöðu þeirra mála sem eru í gangi hjá Umsjónamanni fasteigna

d. Ástandsskýrsla Djúpavogsskóla.

Nefndin er sammála um að brýnt sé að gera ráð fyrir talsverðu viðhaldi í næstu fjárhagsáætlun.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:33 . Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.