Djúpivogur
A A

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 23. maí 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 23. maí 2019

Skipulags- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 23. maí 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 23.05.2019 - 10:05

Fundargerð 8. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 18:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Rán Freysdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Snjólfur Gunnarsson, og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Adventura, bréf 2.5.2019. Beiðni um leyfi til að fá að aka með farþega á dráttarvélakerru um land sveitarfélagsins.

Nefndin tekur vel í þetta erindi með þeim skilyrðum að ekki verði farið um gróið land og að hávaða mengun hafi ekki truflandi áhrif á íbúa í nágrenninu né fuglalíf. Einnig bendir nefndin umsækjanda á að hafa samband ÍSAVIA ef fyrirhugað er að að keyra á flugbrautinni. Að öðru leiti vísar nefndin þessu til sveitastjórnar.

2. Úttektarmaður byggingarfulltrúa, bréf 16.5.2019. Óskað eftir umsögn vegna úttektar á brunahanakerfi Djúpavogshrepps.

Nefndin tekur undir niðurstöður fundar sem úttektarmaður byggingarfulltrúa átti með slökkviliðsstjórum BáA. Ljóst er að fara þarf yfir það með hvaða hætti megi bæta og auka þrýsting á ákveðnum stöðum í kerfinu.

Nefndin leggur til að stofnaður verði þriggja manna vinnuhópur sem skipaður verði formanni SFU auk Rúnars umsjónamanni fasteigna og Skúla varamann í SFU. Markmið vinnuhópsins er að fara yfir og kortleggja vatnsveituna með tilliti til legu, tegundar og sverleika laganna. Hópinum er síðan ætlað að skila kostnaðargreindum tillögum að heildstæðum endurbótum á vatnsveitunni. Vinnu hópsins skal lokið í síðast lagi í október 2019 þannig að tillögur hans geti nýst við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

3. Úttektarmaður byggingarfulltrúa, bréf 20.5.2019. Ósk um umsögn vegna byggingaráforma á Núpi við Berufjörð.

Nefndin gerir ekki athugasemd við byggingaráformin svo framalega að fullnægjandi gögnum er þarf til framkvæmdar hafi verið skilað


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.