Djúpavogshreppur
A A

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 25.10.2018

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 25.10.2018

Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 25.10.2018

Ólafur Björnsson skrifaði 25.10.2018 - 10:10

2. fundur Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 16:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Eiður Ragnarsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Snjólfur Gunnarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Kynning á skipulagsmálum og deiliskipulagi sveitarfélagsins, Páli Líndal.

a. Páll fór yfir skipulags mál.

b. Formaður og Páll kynntu hugmyndir um að ljúka deiliskipulagningu lóða í Borgarlandi og Hlíð. Nefndin óskar eftir að Páll leggi fram kostnaðaráætlun deiliskipulags á Borgarlandi og Markalandi vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

2. Svar Íslenska Gámafélagsins vegna sorphirðu.

Formaður kynnti uppfært tilboð Íslenska Gámafélagsins. Formaður stefnir á að boða sem fyrst til fundar með forsvarsmönnum Íslenska Gámafélagsins og sveitarstjóra til að fara yfir fjárhagslega hlið tilboðsins.

3. Samráðshópur um viðbyggingu Grunnsólans kynning á niðurstöðum fyrsta fundar.

Formaður kynnti niðurstöður fyrsta fundar hópsins.

4. Byggingarfulltrúi.

Formaður sagði frá viðræðum sem átt haf sér stað verðandi mögulegt samstarf um byggingarfulltrúa með Fljótsdalshéraði.

5. Sveitarstjórn 18.10.2018, 2.p) Efnistökunámur í landi Teigarhorns.

Formanni falið að óska eftir formlegu mati Vegagerðarinnar á námum N30 og N31 sem kynnt verði á næsta fundi og haft til hliðsjónar við komandi aðalskipulagsvinnu. Formaður veltir upp hvort loka megi námuni N31 í nýju aðalskipulagi en heimila þó íbúum minniháttar efnistöku til einkanota.

6. Sveitarstjórn 18.10.2018, 2.p) Lega ljósleiðara OF um land Teigarhorns.

Nefndin sammála Stjórn Fólksvangsins á Teigarhorni um að best sé að fyrirhuguð

ljósleiðaralögn OF fylgi sem mest öðrum lögnum á svæðinu.

7. Sveitarstjórn 18.10.2018, 3.a) Umferðar öryggismál í Djúpavogshreppi.

a. Nefndin leggur til að skilti og merkingar verði lagfærðar við þær gagnbrautir þar sem þess er þörf.

b. Formaður kynnti hugmyndir um að fá TGJ og sérfræðing í umferðarmálum til að gera úttekt á Djúpavogs með það fyrir augum að fá hugmyndir um hvernig megi auka umferðaröryggi og bæta umferðarmenningu. Þegar niðurstöður útektarinnar lyggja fyrir mun negndin taka saman umferðaöryggisskýrslu fyrir þéttbýlið sem hægt verður að hafa til hliðsjónar við gerð umferðaröryggis áættlunar fyrir sveitarfélagið.

Formaður óskar eftir leyfi sveitarstjórnar til að semja við TGJ um aðkomu að þessu máli, kostnaður verkefnisins er áætlaður um 400.000,- kr.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:55. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.