Skipulags,- framkvæmda- og umhverfismálanefnd - 22.11.2018

3. fundur Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 22. nóvember 2018 kl. 16:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Eiður Ragnarsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Snjólfur Gunnarsson. Ingibjörg ritaði fundargerð og Kári stjórnaði fundi
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Skipulagsmál, kynning á minnisblaði frá Páli Líndal
Formaður fór yfir minnisblað 13.11.2018 frá Páli um skipulagsmál.
2. Kynning á kostnaðaráætlun við gerð deiliskipulags Borgarland og Markarlands
Farið yfir kostnaðaráætlun frá TGJ vegna deiliskipulagsgerð fyrir Borgarland og hluta Markarlands. Nefndin sammála um að TGJ fái heimild til að fara í þessa vinnu við fyrsta tækifæri á næsta ári enda rúmist þessi vinna innan fjárhagsáætlunar næsta árs. Formanni falið að ræða við Pál hjá TGJ
3. Umferðaröryggismál, bréf frá Páli Líndal, gangbrautir á Djúpavogi
Farið yfir skipulag sem lítur að bættu umferðaröryggi. Rætt um gangbrautir og aðgerðir sem þarf til að bæta umferðaröryggi við þær.
4. Íslenska Gámafélagið kynning á stöðu sorphirðumála
Formaður kynnti nýtt tilboð í sorphirðu frá Íslenska Gámafélaginu. Nefndin sammála um að beina því til sveitarstjórna að taka tilboðinu svo ný sorphirða geti hafist sem fyrst.
5. Sveitarstjórn 15.11.2018 liður 4. d) Umsókn um lóð í Hamarsfirði
Nefndin ræddi lóðarúthlutunina og gerir ekki athugasemd við að henni verði úthlutað enda er hún skilgreind sem stök íbúðarhúsalóð í Aðalskipulagi. Áður en lóðinni er úthlutað þarf þó að vinna deiliskipulag og lóðarblað. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps verði falið að gera tillögu að deiliskipulagi og lóðarblaði.
6. Sveitarstjórn 15.11.2018 liður 8. Verkefnisstjóri umhverfismála
Frestað til næsta fundar.
7. Samráðsnefnd um viðbyggingu Grunnskólans
Formaður fór yfir vinnu samráðsnefndar um viðbyggingu Grunnskólans og kynnti niðurstöður nefndarinnar. SFU er sammála niðurstöðum samráðsnefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að unnið verði eftir þeim.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:15. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fundarritari.