Djúpivogur
A A

2017

22. júní 2017

Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd

18. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi kl. 18:00 þann 22.06.2017

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Verndarsvæði í byggð.

Form. lagði fram til kynningar drög að greinargerð og þemakort í tengslum við vinnu við verkefnið Verndarsvæði í byggð. Vinnan er komin langt á veg og stefnt að kynningarfundi fyrir íbúa þann 28.júní næstk. og endanlegri úrvinnslu og frágangi við verði lokið 10 júlí. Í framhaldi verður verkefnið sett í 6 vikna auglýsingaferli áður en það verður sent að lokum til staðfestingar ráðherra.

2. Göngustígur á Bakkabúðartorfunni
Stefnt er að því á næstunni að aðskilja með afgerandi hætti gangandi og akandi umferð á svæðinu framan við Bakkabúð. Töluverðar umræður voru meðal nefndarmanna er varðar útfærslu en nefndarmenn hinsvegar sammála um mikilvægi þess að láta reyna á þessa aðgreiningu vegna margvíslegra annmarka sem eru til staðar í dag á svæðinu.

3. Leiksvæði
Máli vísað til SFU frá sveitarstjórn sbr. fundargerð 15.06.2017.
Frumhugmynd að staðsetningu leiksvæðis á Bjargstúni lögð fram í formi uppdráttar sem unnin var af TGJ að beiðni form. SFU vegna fyrirspurnar Ágústu Arnardóttur.
Fulltrúar SFU mæla með því að óskað verði eftir nánari útfærslu af hálfu TGJ á hugmynd þeirri sem liggur fyrir og málið verði sbr. bókun sveitarstjórnar unnið í samráði við fræðslu- og tómstundanefnd.

4. Stekkás – Þórhallur Pálsson dags. 14. maí 2017
Máli vísað til SFU frá sveitarstjórn sbr. fundargerð 15.06.2017.
Bréf frá Þórhalli Pálssyni vegna Stekkáss Fossárdal lagt fyrir. Form. SFU falið að svara erindinu að höfðu samráði við nefndina.

5. Breyting á Aðalskipulagi Teigarhorn – Eyfeyjunesvík v/veglínu við bæinn Framnes
Erindi frá Sigurbjörgu Sigurðardóttir dags.18.06.2017. lagt fyrir.
Athugsemdir verða sendar til vegagerðarinnar og viðkomandi svarað í framhaldi að umsagnarfesti liðnum.

6. Umhverfismál - umgengni – sorpmál og fl.
Rætt um mikilvægi þess að athafna og hafnarsvæðum sé haldið snyrtilegum og almennar ábendingar verði sendar út í þeim efnum. Þá ræddi nefndin að gefnu tilefni um slæma umgengni innan girðingar á Háaurum og í framhaldi voru reifaðar nýjar hugmyndir meðal nefndarmanna hvort ástæða væri ekki til að endurskoða móttökusvæði sorps hjá sveitarfélaginu frá grunni. Í því sambandi er nefndin áhugasöm um að kanna að koma upp römpum rétt ofan við bræðsluna og þar væru settir opnir gámar sem hægt væri að flokka í sbr. timbur, járn, dekk og fl. Mikill áhugi er hjá nefndinni að þessir möguleikar verði skoðaðir nánar og þá í framhaldi verði hægt að loka svæðinu á Háaurum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að sett verði af stað vinna að kanna útfærslu hagkvæmni við breytingar sem þessar.

7. Breytt lega vegar ofan við bræðslu
Nefndin ræddi hugmynd um að breyta megin aðkomuleið vegar ofan við bræðsluna þ.e. að taka aðalveg í línu frá beygju neðan við Rafstöðina og þaðan beint niður á veginn um Víkurland. Með þessari breytingu gæfist kostur á að loka mjög þröngri og hættulegri beygju skammt norðan við húsið Hvarf. Að sama skapi gæfist nýtt og mun meira svigrúm við skipulag á athafnasvæðinu þar sem núverandi vegur liggur. Í dag liggja tveir vegir upp frá Víkurlandi og má því leiða að því líkum að margvísleg hagkvæmni væri að því að hafa einungis eina meginleið á þessu svæði.

8. Íbúðir í eigu sveitarfélagsins
Til umræðu voru íbúðir sveitarfélagsins – umhirða og umgengni bæði innan og utan dyra. SFU ítrekar við sveitarstjórn að setja leigjendum skýrari reglur er áður hafa verið tíundaðar af nefndinni varðandi umgengni leigutaka. Meðal þess sem árétta þarf í nýjum reglum að mati nefndarinnar er að leigjendum sé skylt að hirða lóðir, safna ekki rusli við hús, sbr. kör eða bílhræ eða annað óviðeigandi.
Leigjendum ber að ganga vel um húsakynni, sjá til þess að góðum hita sé haldið á íbúðum og ekki slökkt á ofnum. Hunda og katthald verði bannað og reykingar
stranglega bannaðar innandyra. Jafnframt verði sett inn í nýjar reglur að eftirlit verði af hálfu úttekarmanna sveitarfélagsins einu sinni á ári til að tryggja megi að umgengisreglum sé framfylgt. Ef brotalamir skal vera heimild til að fara oftar.
Vinna skal gátlista fyrir úttektarmenn til að fara yfir helstu atriði sem fylgja þarf samkvæmt nýjum reglum.


Fundi slitið kl. 20:15

18.07.2017

10. apríl 2017


Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd


17. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 10.04. 2017 Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tjaldsvæði Djúpavogi
Tillaga að deiliskipulagi á tjaldsvæði og drög að göngustíg lögð fram til kynningar.

2. Breyting á deiliskipulagi við götuna Hlíð.
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á deiliskipulagi við götuna dags Hlíð dags. 23. feb. sem hefur nú farið í gegnum grenndarkynningu. Tillagan var send öllum eigendum fasteigna við götuna Hlíð í sérstöku bréfi til kynningar. Samhliða lá tillagan frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar fyrir íbúa og aðra þá sem kunnu að vilja koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum. Veittur var frestur í fjórar vikur til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Þá var óskað eftir umsögn Minjastofnunar lögum samkvæmt.

Eftirfarandi athugasemdir og umsagnir bárust.
- Eigendur fasteigna og íbúar við götuna Hlíð - dags. 16. mars 2017
- Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson - dags. 20. mars 2017
- Minjastofnun Íslands - dags. 28. mars 2017

Formaður fór efnislega yfir athugasemdir og umsagnir sem borist höfðu.
SFU samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi við Hlíð og vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar ásamt umsögn við athugasemdum sem formaður lagði fram á fundinum.

Fundi slitið 19:15

18.07.2017

13. mars 2017

Fundargerð – SFU

16. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 13.03. 2017 kl 18:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form. Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Íbúðir í eigu sveitarfélagins

SFU hvetur sveitarstjórn að láta kanna ástand íbúðarhúsa í eigu sveitarfélagsins og endurskoði ákvæði í leigusamningum m.a. með tilliti til umgengni leigutaka.

2. Karlsstaðir – breyting á aðalskipulagi
Skipulagsbreyting lögð fram. SFU mælir með að sveitarstjórn taki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Karlsstöðum fyrir til afgreiðslu sem óverulega breytingu. Samþykkt samhljóða.

3. Skipulag og framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Form. fór yfir stöðu skipulagsmála og framkvæmda sem eru víða í gangi í sveitarfélaginu. Sú hraða þróun sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum er varðar umsóknir vegna uppbyggingu í dreifbýli í ferðaþjónustutengdri starfsemi er umfangsmeiri en áður hefur sést. Landnotkun og breytt atvinnustarfsemi í dreifbýli Djúpavogshrepps stefnir því í að taka umtalsverðum stakkaskiptum á næstu árum og mun að óbreyttu hafa umtalsverð áhrif á landnotkun og búskaparhætti til framtíðar í sveitarfélaginu. Um leið og ber að fagna nýrri atvinnuubyggingu og nýjum störfum í dreifbýli er ljóst að dregið hefur að sama skapi úr hefðbundnum landbúnaði.

4. Plastpokalaus Djúpivogshreppur
SFU mælist til þess að Djúpavogshreppur verði plastpokalaust sveitarfélag og vinni að hugmyndum hvernig megi hrinda verkefninu í framkvæmd. Form. SFU falið að vinna að málinu.

5. Moltugerð
SFU mælir með því að efnt verði til kynningarfundar á Djúpavogi fyrir íbúa með það að markmiði að finna hvaða lausnir gætu skilað mestum árangri varðandi moltugerð með það fyrir augum að draga verulega úr losun á úrgangi frá heimilum, stofnunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Nefndin mælir með að leitað verði til ráðgefandi aðila um lausnir í þessum málum sem hentað gæti samfélaginu í Djúpavogshreppi. Form. falið að fylgja málinu eftir.

6. Grenndarkynning – Varða 9 - (Magnús Kristjánsson vék af fundi)
Íbúðarhúsalóð nr. 9 við Vörðu hefur þegar verið úthlutað með formlegum hætti. Fyrirliggjandi gögn til grenndarkynningar af lóð og útliti íbúðarhúss lögð fram. Lóðahöfum við götuna Vörðu og öðrum þeim sem mögulega kunna að hafa hagsmuna að gæta verður send grenndarkynning til athugasemda á næstu dögum. Frestur til athugasemda er 4 vikur.

7. Smáhýsi á íbúðarhúsalóðum
Farið yfir eldri reglugerð um smáhýsi á íbúðarhúsalóðum og hún uppfærð til samræmis við
reglugerð Mannvirkjastofnunar.


Fundi slitið kl: 20:10

18.07.2017

23. febrúar 2017

Fundargerð – SFU

15. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í Geysi 23.02. 2017 kl 16:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.

Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson og Kári Valtingojer. Boðuð forföll, Óskar Ragnarsson og varamaður hans.

Dagskrá

1. Þvottá.
Vísað er til erindis frá Þórhalli Pálssyni f.h. Kambakletts ehf. dags. 20. janúar 2017 og meðfylgjandi gögn lögð fram af því tilefni. Efni erindis varðar uppbyggingaráform vegna ferðaþjónustu í landi Þvottár í Djúpavogshreppi. Nánari upplýsingar skortir er varðar umfang verkefnisins. Form. SFU falið að fylgja málinu frekar eftir.

2. Olíudreifing dags. 14.02.2017
SFU gerir ekki athugasemdir við ósk um niðurrif á olíugeymi að Víkurlandi 2a, enda verði tryggt af hálfu Olíudreifingar að allar lagnir og annar búnaður er fylgir umræddum olíugeymi verði fjarlægður og svæðinu skilað samkvæmt ítrustu kröfum. Eftir atvikum verði skipt um jarðveg á umræddu svæði ef vera kynni að hann væri mengaður. Samþykkt samhljóða.

3. Deiliskipulag Hlíð
Form. kynnti deiliskipulag við götuna Hlíð sem hefur verið til umræðu í nefndinni. Deiliskipulagið fer í grenndarkynningu gagnvart íbúum við götuna Hlíð, svo og liggur tillagan frammi til athugasemda og ábendinga gagnvart öllum íbúum á skrifstofu sveitarfélagsins.

4. Íbúafundur Löngubúð – Skipulagsmál
Deiliskipulag miðbæjarsvæði og kynning á breytingu á Aðalskipulagi Bragðavalla til yfirferðar.
Páll Líndal fulltrúi TGJ sat fundinn og fór yfir efni dagskrár á fyrirliggjandi íbúafundi
sama dag kl 18:00. Efni íbúafundarins er varðar skipulag á miðbæjarsvæði er lagt fram á grunni samantektar að teknu tilliti til áherslna frá íbúum að afstöðnum tveimur íbúafundum þar sem skilgreind deiliskipulagsmörk miðbæjarsvæðis voru til umfjöllunar.
Að lokinni yfirferð fulltrúa TGJ voru umræður nefndarmanna um framsetningu efnis.
SFU gerir ekki athugasemdir við efnistök eða framsetningu efnis fyrir íbúafund.

Fundi slitið kl: 17:30

18.07.2017