13. mars 2017

Fundargerð – SFU
16. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í Geysi 13.03. 2017 kl 18:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.
Mætt: Andrés Skúlason form. Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Íbúðir í eigu sveitarfélagins
SFU hvetur sveitarstjórn að láta kanna ástand íbúðarhúsa í eigu sveitarfélagsins og endurskoði ákvæði í leigusamningum m.a. með tilliti til umgengni leigutaka.
2. Karlsstaðir – breyting á aðalskipulagi
Skipulagsbreyting lögð fram. SFU mælir með að sveitarstjórn taki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Karlsstöðum fyrir til afgreiðslu sem óverulega breytingu. Samþykkt samhljóða.
3. Skipulag og framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Form. fór yfir stöðu skipulagsmála og framkvæmda sem eru víða í gangi í sveitarfélaginu. Sú hraða þróun sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum er varðar umsóknir vegna uppbyggingu í dreifbýli í ferðaþjónustutengdri starfsemi er umfangsmeiri en áður hefur sést. Landnotkun og breytt atvinnustarfsemi í dreifbýli Djúpavogshrepps stefnir því í að taka umtalsverðum stakkaskiptum á næstu árum og mun að óbreyttu hafa umtalsverð áhrif á landnotkun og búskaparhætti til framtíðar í sveitarfélaginu. Um leið og ber að fagna nýrri atvinnuubyggingu og nýjum störfum í dreifbýli er ljóst að dregið hefur að sama skapi úr hefðbundnum landbúnaði.
4. Plastpokalaus Djúpivogshreppur
SFU mælist til þess að Djúpavogshreppur verði plastpokalaust sveitarfélag og vinni að hugmyndum hvernig megi hrinda verkefninu í framkvæmd. Form. SFU falið að vinna að málinu.
5. Moltugerð
SFU mælir með því að efnt verði til kynningarfundar á Djúpavogi fyrir íbúa með það að markmiði að finna hvaða lausnir gætu skilað mestum árangri varðandi moltugerð með það fyrir augum að draga verulega úr losun á úrgangi frá heimilum, stofnunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Nefndin mælir með að leitað verði til ráðgefandi aðila um lausnir í þessum málum sem hentað gæti samfélaginu í Djúpavogshreppi. Form. falið að fylgja málinu eftir.
6. Grenndarkynning – Varða 9 - (Magnús Kristjánsson vék af fundi)
Íbúðarhúsalóð nr. 9 við Vörðu hefur þegar verið úthlutað með formlegum hætti. Fyrirliggjandi gögn til grenndarkynningar af lóð og útliti íbúðarhúss lögð fram. Lóðahöfum við götuna Vörðu og öðrum þeim sem mögulega kunna að hafa hagsmuna að gæta verður send grenndarkynning til athugasemda á næstu dögum. Frestur til athugasemda er 4 vikur.
7. Smáhýsi á íbúðarhúsalóðum
Farið yfir eldri reglugerð um smáhýsi á íbúðarhúsalóðum og hún uppfærð til samræmis við
reglugerð Mannvirkjastofnunar.
Fundi slitið kl: 20:10