10. apríl 2017

Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd
17. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í Geysi kl.18:00 þann 10.04. 2017 Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson – Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Form. ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Tjaldsvæði Djúpavogi
Tillaga að deiliskipulagi á tjaldsvæði og drög að göngustíg lögð fram til kynningar.
2. Breyting á deiliskipulagi við götuna Hlíð.
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á deiliskipulagi við götuna dags Hlíð dags. 23. feb. sem hefur nú farið í gegnum grenndarkynningu. Tillagan var send öllum eigendum fasteigna við götuna Hlíð í sérstöku bréfi til kynningar. Samhliða lá tillagan frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar fyrir íbúa og aðra þá sem kunnu að vilja koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum. Veittur var frestur í fjórar vikur til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Þá var óskað eftir umsögn Minjastofnunar lögum samkvæmt.
Eftirfarandi athugasemdir og umsagnir bárust.
- Eigendur fasteigna og íbúar við götuna Hlíð - dags. 16. mars 2017
- Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson - dags. 20. mars 2017
- Minjastofnun Íslands - dags. 28. mars 2017
Formaður fór efnislega yfir athugasemdir og umsagnir sem borist höfðu.
SFU samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi við Hlíð og vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar ásamt umsögn við athugasemdum sem formaður lagði fram á fundinum.
Fundi slitið 19:15