Djúpivogur
A A

2016

22. janúar 2016

Fundargerð - SFU
9. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 22.01. 2016
kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Páll Líndal fulltrúi Teiknistofu GJ.

Dagskrá
1. Deiliskipulag miðbæjarsvæði
Páll Líndal gerði nefndinni grein fyrir helstu niðurstöðum af íbúafundum sem að haldnir hafa verið í tengslum við fyrirhugað deiliskipulag á miðbæjarsvæði. Jafnframt gerði Páll grein fyrir næstu skrefum og áætlunum um tímalengd við vinnu við skipulagsferlinn. Jafnframt ákveðið að hafa næsta íbúafund í apríl og þá verði jafnframt lögð fram lýst lýsing á deiliskipulagi.

Fundi slitið kl: 16.50

12.02.2016