Djúpavogshreppur
A A

19. maí 2016

19. maí 2016

19. maí 2016

skrifaði 06.10.2016 - 18:10

Fundargerð - SFU

11. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd 19.05 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, fjarverandi Kári Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés ritaði fundargerð.

Gestir fundarins Páll J Líndal og samstarfsaðilar TGJ - Ydda arkitektar Hjördís Sigurðardóttir og Hildur Ottósdóttir.

Dagskrá

1. Miðbæjarskipulag – íbúafundur nr. 3
Form. bauð gesti velkomna og að því loknu fór Páll J Líndal yfir stöðu mála er varðar vinnu við miðbæjarskipulag á Djúpavogi. Í meginatriðum fór Páll yfir úrvinnslu gagna frá tveimur síðustu íbúafundum sem haldnir hafa verið á Djúpavogi og lagði upp í framhaldi samantekt þar sem dregnar voru saman helstu niðurstöður og jafnframt kynntar fyrstu tillögur á korti hvernig svæðið gæti í grófum dráttum litið út miðað við umræðuna sem átt hefur sér stað ásamt rannsóknum á svæðinu.
Þessar fyrstu tillögur taka sömuleiðis mið af forsendum og leiðarljósi aðalskipulagsins.

2. Önnur skipulagsmál
Farið var yfir deiliskiplögð íbúðasvæði í þéttbýlinu sem þarfnast uppfærslu og önnur íbúðasvæði sem skilgreind eru í aðalskipulagi. Þá var lögð sérstök áhersla á að setja sérstaka vinnu af stað við deiliskipulag á skilgreindu íbúðasvæði á nærsvæði Steinstaða og Mela fyrir svokallaða „Smáheimilabyggð“ að sama skapi verði unnið jafnhliða að deiliskipulagi á frístundasvæði neðan við fyrirhugaða „Smáheimilabyggð“ ofan við Hvarf og Víkurland. Ljóst er að verkefni þetta kallar á umtalsverða vinnu. Að sama skapi leggur nefndin mikla áherslu á að sveitarfélagið þurfi að hafa á að skipa deiliskipulögðum svæðum fyrir húsbyggjendur þegar kemur að umsóknum til nánustu framtíðar það er forsenda þess að hraða megi öllum umsóknarferlum og uppbyggingu íbúðabyggðar þegar eftir því er leitað. Fundarmenn SFU ánægðir með það upplegg sem kynnt verður á íbúafundi á Djúpavogi í Djúpinu kl. 18:00 síðar í dag þar sem farið verður yfir bæði stöðu á miðbæjarskipulagi sem og önnur skipulagsmál sem eru í vinnslu í þéttbýlinu.

Fundi slitið kl: 17.30