Djúpivogur
A A

2015

15. október 2015

Fundargerð - SFU
8. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 15.10.2015 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Auk þess sat fundinn Páll J. Líndal fulltrúi TGJ. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Páll J Líndal mætti á fundinn 16:35 vegna seinkunar á flugi, þannig að lítill tími var fyrir ítarlega kynningu fyrir nefndina að hans hálfu áður en íbúafundur hófst formlega.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag - miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi – Íbúafundur
Páll Líndal kynnti á hraðbergi upplegg við vinnu við kynningu á deiliskipulagi á miðbæjarsvæði Djúpavogs í aðdragenda íbúafundar nr. 2 sem haldinn verður strax að loknum fundi í SFU í Löngubúð kl 17:00 í dag.

Fyrsti íbúafundur vegna miðbæjarskipulags var haldinn þann 25. júní síðastliðinn og á þessum síðari kynningarfundi í aðdragenda vinnu við miðbæjarskipulag mun verða fjallað um þau afmörkuðu svæði sem eftir stóðu frá fyrri fundi og jafnframt birtar lauslegar niðurstöður frá fyrri fundi. Stefnt er síðan á að taka saman allar niðurstöður af fundunum tveimur og halda næsta íbúafund í apríl eða maí 2016. Þá mun jafnframt liggja fyrir gróf drög að greinargerð og frekari hugmyndir að útfærslu miðbæjarskipulags byggða meðal annars á niðurstöðum íbúafunda og þeim forsendum sem unnið hefur verið með samkvæmt stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi í SFU slitið kl 17:00 og íbúafundur settur.

15.02.2016