Djúpavogshreppur
A A

23. janúar 2015

23. janúar 2015

23. janúar 2015

skrifaði 13.03.2015 - 10:03

Fundargerð - SFU
4. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 23.01. 2014 kl. 18:30. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Auk þess sat fundinn Páll J. Líndal fulltrúi TGJ. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag Teigarhorn
Fulltrúi Teiknistofu GJ. Páll J. Líndal kynnti fyrir nefndinni lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi ásamt lýsingu á deiliskipulagi á Teigarhorni sem verður til kynningar á auglýstum íbúafundi í Löngubúð á morgun laugardag 24. jan. Almenn ánægja var meðal fulltrúa í SFU með kynningu Páls á þeirri stefnu og framtíðarsýn sem verið er að vinna að á Teigarhorni m.a. í nánu samstarfi við stjórn ráðgjafarnefndar fólkvangsins. Að lokinni íbúakynningu verður lýsing á Aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi á Teigarhorni auglýst formlega á heimasíðu Djúpavogshrepps. Hægt verður að skila inn skriflegum ábendingum við lýsingarnar til 5.feb.

2. Deiliskipulag - miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi
Páll Líndal kynnti fyrstu drög að vinnu við deiliskipulag á miðsvæði Djúpavogs og var fundurinn sammála um að halda áfram með þá aðferðarfræði sem lögð hefur verið til grundvallar í þessari vinnu. Fundurinn lagði nokkuð endanlegar línur um mörk skipulagssvæðisins sem og uppskiptingu svæðisins í því vinnuferli sem framundan er.
Samþykkt að stefna á sérstakan fund um deiliskipulag á miðsvæðinu í maí næstkomandi ásamt fyrsta opna íbúakynningarfundinum í framhaldi. Form. kom inn á mikilvægi þess að nefndin hvetji íbúa þegar þar að kemur til þátttöku og aðkomu strax á fyrsta íbúafundi um deiliskipulagið á miðsvæðinu.

Annað ekki tekið til umræðu

Fundi slitið 21:45