Djúpivogur
A A

12. janúar 2015

12. janúar 2015

12. janúar 2015

skrifaði 13.03.2015 - 10:03

Fundargerð - SFU
3. fundur 2014 – 2018

Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd mánudaginn 12.01. 2015 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Skipulagsmál
Form. kynnti að fundi með Teiknistofunni vegna skipulagsmála hefði verið frestað til 23. jan. næstk. Íbúakynning vegna deiliskipulags á Teigarhorni verður laugardaginn 24. janúar næstk.

2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands. dags. 29. desember 2014
Starfsleyfi fyrir fráveitu í þéttbýlinu við Djúpavog. Vísað frá sveitarstjórn til umsagnar.
Drög að starfsleyfi, unnin skv. ákvörðun Heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis fyrir fráveitu lögð fram á fundinum. SFU gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. SFU leggur til að Djúpavogshreppur láti vinna áætlanagerð er varðar framgang fráveituframkvæmda við þéttbýlið með það fyrir augum að hægt verði að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í þessum efnum.

3. Grenndarkynning vegna byggingaráforma við Hammersminni 2b
Vísað frá sveitarstjórn til umsagnar. Lagt fram bréf og afstöðumynd frá byggingarfulltrúa DPV. sem sent var íbúum á nærliggjandi svæði vegna áforma um stækkun á húsnæði Rafsstöðvar Djúpavogs ehf. Áformað er að lengja húsið sem fyrir er um 7,9 m. til austurs.
Á auglýstum tíma komu fram athugasemdir frá eigendum að Hammersminni 4 vegna fyrirliggjandi áforma þar sem byggingaráform þessi eru talin þrengja að aðgengi að Hammersminni 4 og geti skapað slysahættu vegna umferðar að fyrirtækinu. Bent er á í bréfinu að Hammersminni 4 sé leigt út til orlofsdvalar.
Nefndin er sammála um að vísa málinu til skipulagsfulltrúa Guðrúnar Jónsdóttur til frekari skoðunar og umsagnar þar sem byggingaráform verða vegin og metin með tilliti til athugasemda og annarra þátta er varðar umhverfi og framtíðarskipulag. Nefndin leggur því til að ekkert verði aðhafst í málinu fyrr en umsögn skipulagsfulltrúa og frekari umræða í nefndinni fari fram um málið.

4. Endurvinnslukortið
Lögð fram kynning á verkefninu Endurvinnslukortið. Um er að ræða samstarf Náttúru ehf við sveitarfélög um miðlun upplýsinga og fræðslu um endurvinnslu og meðferð úrgangs. Umhverfisnefnd mælir með því að Djúpavogshreppur gerist formlegur aðili að verkefninu og að linkur með endurvinnslukortinu með upplýsingum um tilhögun endurvinnslu og úrgangsmála í Djúpavogshreppi verði settur með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Önnur mál
Rætt um að stefna á að gera Djúpavogshrepp að plastpokalausu sveitarfélagi.

Annað ekki tekið til umræðu
Fundi slitið kl 18:00