2014
4. desember 2014
Fundargerð - SFU
2. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 4. des. 2014 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál
Form. kynnti skipulagsvinnu á Teigarhorni sem er í vinnslu hjá Teiknistofu GJ. Unnið er að breytingu á aðalskipulagi á Teigarhorni og deiliskipulagi sem styrkt er af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða gegn mótframlagi. Skipulagsvinnan var kynnt á síðasta fundi ráðgjafarnefndar stjórnar fólkvangsins á Teigarhorni á fundi þann 29.ágúst síðastliðinn og aftur á fundi þann 24. nóv. án athugasemda. Form, fór yfir stöðu skipulagsvinnunar á Teigarhorni á glærum, stígagerð kynnt og fl. Stefnt er á að skipulagsvinna á Teigarhorni verði lögð fram á sérstakri íbúakynningu á Djúpavogi þann 8. janúar næstk. og sama dag mun fulltrúi TGJ einnig kynna drög að skipulagi á miðsvæði Djúpavogs á fundi með stjórn SFU og leggja grunn að áfangaskiptingu og tímaáætlun við þá vinnu sem mun síðan fara í gegnum lögbundið skipulagsferli.
2. Orkufjarskipti – 04.12. 2014 - ósk um framkvæmdaleyfi
Erindi frá Orkufjarskiptum lagt fram, en um er að ræða ósk um framkvæmdaleyfi vegna langningu ljósleiðara frá tengivirki í landi Teigarhorns, yfir Hálsa og út á Djúpavog sunnan megin Hálsa, um land Kambshjáleigu, Stekkjarhjáleigu, Hlauphóla og þaðan í línu ofan við Búlandshöfn og sem leið liggur að nýju kirkju þar sem ljósleiðarinn fer inn á lögn Mílu og þaðan út í símstöð. Nefndir samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti og leggur áherslu á að frágangur við framkvæmd verði í samræmi við kröfur þar um og menningarminjum hlíft, enda hafi framkvæmdaðilar kynnt sér fyrirliggjandi ath. í þeim efnum.
3. Umhverfismál Form. skýrði frá ábendingum og kvörtunum sem borist hafa vegna mikils utanvegaaksturs í sveitarfélaginu vegna vélknúinna ökutækja, sérstaklega sex –eða fjórhjóla en veruleg náttúruspjöll hafa meðal annars verið unninn inn á Búlandsdal í þessum efnum sem nefndin er sammála um að brýnt sé að taka á. Að þessu tilefni sýndi form. myndir sem teknar hafa verið á vettvangi eftir að athugasemdir höfðu borist. Form. falið að hafa samband við Umhverfisstofnun um hvaða leiðir eru færar svo sporna megi við frekari náttúruspjöllum af þessu tagi.
Annað ekki tekið til umræðu
Fundi slitið 17:50
16. september 2014
Fundargerð - SFU
1. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason form, Magnús Kristjánsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Óskar Ragnarsson. Andrés stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Erindisbréf lögð fram.
Form. kynnti fyrirliggjandi erindisbréf fyrir SFU sem staðfest hefur verið í sveitarstjórn.
2. Skýrsla byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi Þórhallur Pálsson mætti inn á fund og gaf skýrslu um mál undir liðum 3 - 5.
3. Lóðamál og uppmælingar
a. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir mikilvægi þess að koma lóðamælingum í þéttbýlinu í betra horf. Búið er að ljúka innmælingum húsa og í framhaldi telur byggingarfulltrúi mikilvægt að að hnitsetja allar skráðar lóðir í þéttbýlinu. Þórhallur sýndi bæjargrunn að þessu tilefni sem verið er að vinna með. Umræður og fyrirspurnir um málið. Samþykkt að kalla eftir áætluðum kostnaði við að ljúka uppmælingum lóða í þéttbýlinu með áfangaskiptingu í huga.
b. Hlíð 5 - uppmæling
c. Lóðamál á Bóndavörðu – skipuleggja lóðir vegna húsa og mannvirkja sem eru í eigu þriggja óskyldra aðila.
d. Kirkjugarður - uppmæling
4. Framkvæmdir.
Byggingarfulltrúi og oddviti gerðu grein fyrir helstu framkvæmdum í sveitarfélaginu.
a. Núpur – stækkun útihúsa
b. Steinaborg – endurbætur á húsi í samráði við Húsafriðun
c. Karlsstaðir – breyting á fjósi í matvælavinnslu
d. Bragðavellir – lokaúttekt fyrirhuguð
e. Lindarbrekka – bygging kjötvinnslu í gangi
f. Stekkás – Virkjun í Fossá og stíflumannvirki.
g. Faktorshús – unnið að frágangi glugga og hurða – unnið með stuðningi Húsafriðunar
h. Gamla kirkja – hafist er handa við endurgerð með stuðningi Húsafriðunar
i. Gatnagerð – Hraun – búið að malbika og setja kantsteina – lagning gagnstétta fyrirhuguð.
5. Umhverfismál.
Undir þessum lið rætt um minniháttar byggingartengd mál sbr. gervihnattadiskar, varmadælur girðingar og sólpalla og fl. sem í tilfellum geta haft umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi og ásýnd heilla íbúðarhverfa. Nefndin sammála um að vinna þurfi að skýru verklagi er varðar minniháttar byggingartengd mál. Þórhallur víkur af fundi.
6. Skipulagsmál – staða verkefna
Form. kom inn á mikilvægi þess að vinna að skipulagsmálum í samræmi við stefnu sveitarfélagsins í gildandi Aðalskipulagi 2008 – 2020 sem megingrunnur fyrir nánari skipulagsgerð á svæðinu. Unnið er að eftirfarandi verkefnum.
a. Deiliskipulag Miðsvæði – Djúpvogur
b. Breyting á Aðalskipulagi og vinna við deiliskipulag Teigarhorni
7. Skipulagsbreytingar
Vinna við síðastu breytingu á Aðalskipulagi kynnt sem var vegna vegaframkvæmda Háabrekka – Reiðeyri og breyting á legu vegar um botn Berufjarðar.
8. Önnur mál.
Nefndin leggur mikla áherslu á að ráðist verði hið fyrsta að gera úrbætur varðandi öryggi gangandi vegfarenda í þorpinu, sérstaklega með tilliti til barna. Meðal annars að skoðað verði að setja undirgöng á Hlíðarhæðinni að Neistavelli á þjóðvegi í þéttbýli.
Fundi slitið kl 20:00