Djúpivogur
A A

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd - 28. febrúar 2019

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd - 28. febrúar 2019

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd - 28. febrúar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 28.02.2019 - 09:02

Fundargerð 5. fundar Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn hjá SFU Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 28. 2019 kl. 16:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Rán Freysdóttir og Bergþóra Birgisdóttir. Kári stjórnaði og ritaði fundinn.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Deiliskipulag Borgarland kynning.

Páll kynnti tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarlandi í gegnum fjarfundarbúnað. Nefndinni líst vel á framkomnar hugmyndir.

2. Fundartími nefndar.

Ákveðið var að nýr fundartími yrði framvegis kl. 18:00

RF víkur af fundi fyrir lið 3.

3. Kálkur ehf. umsókn um rekstrarleyfi 19. febrúar 2019.

Umsókn hefur þegar verið samþykkt.

RF kemur aftur inná fund.

4. Sveitarfélagið Hornafjörður, samningur um urðun sorps, dags. 28. janúar 2019.

Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri ræði við Sveitarfélagið Hornafjörð um að veita frest þar til niðurstöður um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélagsins liggur fyrir.

5. Punktar SFU nefndarinnar fyrir fund með vegagerðinni.

*Göngu rör undir þjóðveg 1 við Rakkaberg.

*Þéttbýlishlið á veg við kirkjuna og þrengingu með gangbraut við slökkvistöð.

*Færa þjóðveg í þéttbýli yfir á veginn við Háaura þannig að þungaflutningur fari um hann en athuga að núverandi leið haldi sér sem aðalinnkoma íbúa og gesta inn í þorpið.

6. Móttökusvæði Háaurar.

Formaður kynnti hugmyndir af nýju móttökusvæði við sorps við Háaura. Nefndin leggur til að unnið verði áfram með framkomnar hugmyndir.

7. Havarí Hostel staða lokaúttektar kynnt.

Formaður fór yfir stöðu lokaúttektar hjá Havarí Hostel.

8. Grunnskólinn viðbygging.

Nefndin fór yfir teikningar af viðbyggingu við Grunnskólann. Nefndinni líst best á „CDR-1000 Speglað 2“ og ný salerni í núverandi tölvustofu. Nefndin leggur til að vinna við útboðs gögn verði hafin sem fyrst. Nefndin gerir hinsvegar þá athugasemd að búið er að gera breytingar á grunnteikningu núverandi skólabyggingu sem ekki falla undir viðbyggingarverkhlutann.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:38. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Kári Snær Valtingojer, fundarritari.