23. febrúar 2017

Fundargerð – SFU
15. fundur 2014 – 2018
Fundur haldinn í Geysi 23.02. 2017 kl 16:00 í skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefnd.
Mætt: Andrés Skúlason form, Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir – Magnús Kristjánsson og Kári Valtingojer. Boðuð forföll, Óskar Ragnarsson og varamaður hans.
Dagskrá
1. Þvottá.
Vísað er til erindis frá Þórhalli Pálssyni f.h. Kambakletts ehf. dags. 20. janúar 2017 og meðfylgjandi gögn lögð fram af því tilefni. Efni erindis varðar uppbyggingaráform vegna ferðaþjónustu í landi Þvottár í Djúpavogshreppi. Nánari upplýsingar skortir er varðar umfang verkefnisins. Form. SFU falið að fylgja málinu frekar eftir.
2. Olíudreifing dags. 14.02.2017
SFU gerir ekki athugasemdir við ósk um niðurrif á olíugeymi að Víkurlandi 2a, enda verði tryggt af hálfu Olíudreifingar að allar lagnir og annar búnaður er fylgir umræddum olíugeymi verði fjarlægður og svæðinu skilað samkvæmt ítrustu kröfum. Eftir atvikum verði skipt um jarðveg á umræddu svæði ef vera kynni að hann væri mengaður. Samþykkt samhljóða.
3. Deiliskipulag Hlíð
Form. kynnti deiliskipulag við götuna Hlíð sem hefur verið til umræðu í nefndinni. Deiliskipulagið fer í grenndarkynningu gagnvart íbúum við götuna Hlíð, svo og liggur tillagan frammi til athugasemda og ábendinga gagnvart öllum íbúum á skrifstofu sveitarfélagsins.
4. Íbúafundur Löngubúð – Skipulagsmál
Deiliskipulag miðbæjarsvæði og kynning á breytingu á Aðalskipulagi Bragðavalla til yfirferðar.
Páll Líndal fulltrúi TGJ sat fundinn og fór yfir efni dagskrár á fyrirliggjandi íbúafundi
sama dag kl 18:00. Efni íbúafundarins er varðar skipulag á miðbæjarsvæði er lagt fram á grunni samantektar að teknu tilliti til áherslna frá íbúum að afstöðnum tveimur íbúafundum þar sem skilgreind deiliskipulagsmörk miðbæjarsvæðis voru til umfjöllunar.
Að lokinni yfirferð fulltrúa TGJ voru umræður nefndarmanna um framsetningu efnis.
SFU gerir ekki athugasemdir við efnistök eða framsetningu efnis fyrir íbúafund.
Fundi slitið kl: 17:30