Djúpivogur
A A

Hafnarnefnd

26. janúar 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 26. janúar 2015 kl. 15:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Framkvæmdir við trébryggju
4. Vigtarmenn
5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015

1. Gjaldskrá Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er ekki tryggt sumarið 2015. Samþykkt að fresta ákvörðun varðandi frekari framkvæmdir þar til ákvörðun liggur fyrir.

3. Framkvæmdir við trébryggju Lokaáfangi vegna framkvæmda við nýja trébryggju er frágangur á rafmagni og lýsingu. Mikilvægt er að ljúka þeim áfanga. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir við rafvirkja og aðra svo verkinu verði lokið áður en umsvif við bryggjuna aukast með vorinu.

4. Vigtarmenn Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Hafnarstjóra falið að auglýsa eftir mönnum sem tilbúnir eru til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015 Hafnarverði falið að taka saman lista yfir nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir sumarið 2015. Sérstök áhersla verði lögð á öryggisbúnað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

13.03.2015