Djúpivogur
A A

Hafnarnefnd

7. september 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn. 7. september kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Gudmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt að stefna að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði var þá falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni. Hafnarvörður fór yfir nokkur dæmi frá mismunandi höfnum um með hvaða hætti staðið er að úthlutun og leigu á leguplássum við fingur. Nefndin samþykkt í framhaldinu að bjóða pláss til eins árs í senn við 8 metra fingur fyrir kr. 120.000.- + vsk. Hafnarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulagið í samráði við hafnarvörð hið fyrsta.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.

Gauti Jóhannesson fundarritari

08.09.2015

13. júlí 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 13. júlí 2015 kl. 09:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Jóhann Sigurðsson frá Vegagerðinni var í símasambandi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Farið yfir tilboð í 40 metra af bryggjum 2,4 metra breiðum og 55 metra af bryggjum 3 metra breiðum. Heildarkostnaður með uppsetningu er 39.200.000 kr. Staðfest af hafnarnefnd að taka tilboðinu eins og það er uppsett með þeim breytingum að teknir verða 6, 6x16 amp. einfasa tenglastólpar með mælum í stað 8 6x16 amp. einfasa stólpa. Farið yfir tilboð vegna fingra, 8 og 10 metra. Nefndin samþykkir að stefnt verði að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni á næsta fundi.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

30. júní 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Sigurður Ágúst Jónsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
2. Önnur mál 

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fyrir fundinn voru lögð gögn, annarsvegar frá Króla ehf og hins vegar frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Nefndin sammála um að fá upplýsingar um verð miðað við tvær 20x2,4 metra, tvær 20x3,0 metra bryggjur og eina 15x3,0 metra. Jafnframt vill nefndin A-Laiturit/Fi steypurjárn festipolla í stað álpolla SF Marina og 8 metra landganga í stað 10 metra.

2. Önnur mál
Hafnarvörður gerði grein fyrir komu Ocean Diamond til Djúpavogs 28. júní. Nefndin sammála um að skoða möguleika á að bæta við öruggum festum fyrir skipið svo það eigi auðveldara með að leggja að í Gleðivík. Formanni og hafnarverði falið að skoða málið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

12. maí 2015

Hafnarnefnd: Fundargerð 05.05.2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 14:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Strandveiðar
4. Vigtarmenn
5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
6. Önnur mál


1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
Nefndin sammála um að hefja undirbúningsvinnu að nýju uppsátri fyrir smábáta í Djúpavogshöfn. Það uppsátur sem nú er notað er óhentugt fyrir stærri báta og í ljósi framkvæmda við Faktorshús er aðgengi of þröngt.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er tryggt fyrir sumarið 2015 og hefur Vegagerðin fyrir hönd Vesturbyggðar, Árneshrepps, Strandabyggðar og Djúpavogshrepps óskað eftir tilboðum í verkið.
Helstu verkþættir eru:
Útvegun og uppsetning á steinsteyptum flotbryggjum með landgangi, botnfestum og tilheyrandi búnaði fyrir fimm hafnir. Verkið er áfangaskipt og skal fyrri áfanga lokið 1. júlí 2015 og þeim síðari lokið eigi síðar en 1. september 2015. Útboðsgögn voru seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 21. apríl 2015. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

3. Strandveiðar
Útlit er fyrir að u.þ.b. 20 bátar muni stunda strandveiðar frá Djúpavogi sumarið 2015.

4. Vigtarmenn
Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Ingi Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson munu fara á námskeið fljótlega til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
Hafnarnefnd sammála um að bæta þurfi aðgengi og aðstöðu við höfnina. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að gera tillögur að úrbótum.

6. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

09.06.2015

26. janúar 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 26. janúar 2015 kl. 15:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Framkvæmdir við trébryggju
4. Vigtarmenn
5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015

1. Gjaldskrá Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er ekki tryggt sumarið 2015. Samþykkt að fresta ákvörðun varðandi frekari framkvæmdir þar til ákvörðun liggur fyrir.

3. Framkvæmdir við trébryggju Lokaáfangi vegna framkvæmda við nýja trébryggju er frágangur á rafmagni og lýsingu. Mikilvægt er að ljúka þeim áfanga. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir við rafvirkja og aðra svo verkinu verði lokið áður en umsvif við bryggjuna aukast með vorinu.

4. Vigtarmenn Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Hafnarstjóra falið að auglýsa eftir mönnum sem tilbúnir eru til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Viðhald og framkvæmdir sumarið 2015 Hafnarverði falið að taka saman lista yfir nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir sumarið 2015. Sérstök áhersla verði lögð á öryggisbúnað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

13.03.2015