Djúpivogur
A A

Hafnarnefnd

29. ágúst 2017

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Viðbyggingin við Búlandstind.

Farið var yfir erindi Búlandstinds ehf. dags. 14. ágúst 2017 vegna viðbyggingar við fiskvinnsluhúsnæði Búlandstinds ehf. í tengslum við vinnslu á laxi. Samþykkt að fara í vettvangsferð ásamt fulltrúum Búlandstinds ehf. og hafnarstjóra áður en endanlegt afstaða verður tekin til erindisins. Hafnarstjóra falið að hafa samband við fyrirtækið og boða til vettvangsferðar í framhaldinu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

12. júlí 2017


Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 12. júlí 2017 kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Sigurður Ágúst Jónsson.

Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Niðurlagning Ketilboðaflesjarvita
2. Bann við notkun svartolíu
3. Fjögurra ára samgönguáætlun
4. Tillögur starfshóps um endurskoðun á byggðakvótakerfinu

 

1. Niðurlagning Ketilboðaflesjarvita
Hafnarnefnd Djúpavogshafnar leggst eindregið gegn niðurlagningu Ketilboðaflesjarvita. Vitinn gegnir öryggishlutverki fyrir sjófarendur á siglingaleiðum í nágrenni Djúpavogs og því mjög mikilvægt að hann verði ekki lagður niður og afskráður úr Vitaskrá.

2. Bann við notkun svartolíu
Bréf frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum lagt fram til kynningar.

3. Fjögurra ára samgönguáætlun
Fjallað um nauðsynlegar framkvæmdir við Djúpavogshöfn í tengslum við gerð fjögurra ára samgönguáætlunar. Hafnarstjóra falið að undirbúa umsókn í samráði við formann hafnarnefndar.

4. Tillögur starfshóps um endurskoðun á byggðakvótakerfinu
Hafnarstjóri kynnti tillögur starfshóps um endurskoðun á byggðakvótakerfinu. Tillögurnar fela í sér að byggðakvóti Djúpavogs verður skertur um tæp 300 tonn frá því sem nú er. Hafnarnefnd gerir alvarlegar athugasemdir við að samkvæmt tillögunum er í engu tekið tillit til skerðinga undanfarin ár og lýsir yfir furðu sinni á því að sveitarfélag sem missti frá sér 90% aflaheimilda 2015 skuli samkvæmt tillögunum verða skert um sem nemur öllum núverandi almennum byggðakvóta.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.07.2017

29. desember 2016

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 29. desember 2016 kl. 15:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá 2017
2. Fjárframlög til hafnarframkvæmda 2017
3. Umhverfisstefna
4. Landanir í Djúpavogshöfn 2016
5. Skemmtiferðaskip
6. Önnur mál

 

1. Gjaldskrá 2017
Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Fjárframlög til hafnarframkvæmda 2017
Hafnarnefnd tekur undir með stjórn Hafnasambands Íslands varðandi fjárframlög til hafnarframkvæmda 2017 sbr. bréf stjórnarinnar til þingmanna dags. 12. des. 2016.

3. Umhverfisstefna
Ályktun 40. hafnasambandsþings um umhverfismál lagt fram til kynningar.

4. Landanir í Djúpavogshöfn 2016
Hafnarvörður gerði grein fyrir löndunum í Djúpavogshöfn 2016.

5. Skemmtiferðaskip
Hafnarvörður gerði grein fyrir áætluðum fjölda skemmtiferðaskipa í Djúpavogshöfn 2017. Gert er ráð fyrir 24 skipakomum. Tekjur af skemmtiferðaskipum eru áætlaðar u.þ.b. 10 millj.

6. Önnur mál
a) Áætlun Djúpavogshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa úr skipum lögð fram til kynningar en hún var staðfest af Umhverfisstofnun 19. desember 2016.
b) Hafnarstjóri kynnti tilmæli frá siglingasviði Vegagerðarinnar um að stórir bátar skuli ekki liggja utan á nýju trébryggjunni í vondum veðrum sé þess nokkur kostur. Bryggjan er ekki hönnuð fyrir slíkt. Hafnarverði falið að fylgja málinu eftir.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.07.2017

23. desember 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 23. desember 2015 kl. 08:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Flotbryggja
3. Önnur mál

1. Gjaldskrá 2016
Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Flotbryggja
Hafnarnefnd leggur áherslu á að hið fyrsta verði gengið frá rafmagni og festingum á nýrri flotbryggju.

3. Önnur mál
Rætt um með hvaða hætti verði hægt að nota þær af gömlu flotbryggjunum sem eru nothæfar. Ákveðið að skoða málið samhliða lokafrágangi í vor í samráði við Vegagerðina.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

6. október 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óskar Ragnarsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
2. Hafnarsvæði
3. Fastsetningarpolli
4. Vigtarmenn
5. Uppsátur
6. Önnur mál

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með nýja flotbryggju sem komin er í Djúpavogshöfn. Lokafrágangur er eftir svo sem tenging við rafmagn en stefnt er að því að það verði tilbúið fljótlega. Jafnframt liggur fyrir að gera þarf ráðstafanir vegna festinga sem ekki eru nógu djúpt. Króli ehf mun fljótlega koma austur og annaðhvort koma fyrir nýjum festingum eða þá færa þær til sem fyrir eru svo sjófarendum standi ekki hætta af. Þangað til hefur verið komið fyrir belgjum á festingarnar svo skipstjórnarmenn geti forðast að rekast í þær. Að höfðu samráði við Króla ehf og hafnadeild Vegagerðarinnar leggur hafnarnefnd til að frekari framkvæmdum við síðari flotbryggjuna og niðurrif á gömlu trébryggjunni verði frestað þar til sól fer aftur að hækka á lofti með það að markmiði að nýjar flotbryggjur verði fullkláraðar fyrir 1. maí á næsta ári.

2. Hafnarsvæði
Formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fóru yfir þær endurbætur sem þurfa að eiga sér stað á klæðningu og skipulagi við hafnarsvæðið. Samþykkt að þeir vinni drög að framkvæmdaáætlun í tengslum við nýtt deiliskipulag og kynni nefndinni.

3. Fastsetningarpolli
Nauðsynlegt er að koma upp fastsetningarpolla vegna komu skemmtiferðaskipa í Gleðivík næsta sumar. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að koma með drög að kostnaðaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.

4. Vigtarmenn
Farið var yfir áætlun um með hvaða hætti vigtarmenn skipta með sér helgum í haust. Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að fjölgað hafi í röðum vigtarmanna.

5. Uppsátur
Farið yfir hugmyndir að nýju uppsátri í Djúpavogshöfn. Ákveðið að taka málið fyrir í tengslum við nýtt deiliskipulag.

 

6. Önnur mál
FA-Flotbryggjur. Borist hefur erindi frá Fiskeldi Austfjarða um það hvort FA geti nú þegar fengið einhvern hluta af gömlu flotbryggjunum. Nefndin sammála um að FA standi hluti af gömlu flotbryggjunum til boða um leið og framkvæmdum verður fram haldið.
Gjaldskrá hafnarinnar. Samþykkt að formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fari yfir gjaldskrá hafnarinnar og geri tillögur að breytingum á næsta fundi nefndarinnar.
Fingur. Þrjár útgerðir hafa fest sér viðlegupláss við fingur. Stefnt er að því að auglýsa aftur þegar framkvæmdum verður fram haldið á næsta ári.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

7. september 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn. 7. september kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Gudmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt að stefna að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði var þá falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni. Hafnarvörður fór yfir nokkur dæmi frá mismunandi höfnum um með hvaða hætti staðið er að úthlutun og leigu á leguplássum við fingur. Nefndin samþykkt í framhaldinu að bjóða pláss til eins árs í senn við 8 metra fingur fyrir kr. 120.000.- + vsk. Hafnarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulagið í samráði við hafnarvörð hið fyrsta.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.

Gauti Jóhannesson fundarritari

08.09.2015

13. júlí 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 13. júlí 2015 kl. 09:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Jóhann Sigurðsson frá Vegagerðinni var í símasambandi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Farið yfir tilboð í 40 metra af bryggjum 2,4 metra breiðum og 55 metra af bryggjum 3 metra breiðum. Heildarkostnaður með uppsetningu er 39.200.000 kr. Staðfest af hafnarnefnd að taka tilboðinu eins og það er uppsett með þeim breytingum að teknir verða 6, 6x16 amp. einfasa tenglastólpar með mælum í stað 8 6x16 amp. einfasa stólpa. Farið yfir tilboð vegna fingra, 8 og 10 metra. Nefndin samþykkir að stefnt verði að því að koma fyrir einhverjum fingrum á innri bryggjuna og að útgerðarmönnum standi til boða að festa sér pláss. Hafnarverði falið að kynna sér með hvaða hætti þetta er gert annars staðar og kynna nefndinni á næsta fundi.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

30. júní 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Sigurður Ágúst Jónsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
2. Önnur mál 

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fyrir fundinn voru lögð gögn, annarsvegar frá Króla ehf og hins vegar frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Nefndin sammála um að fá upplýsingar um verð miðað við tvær 20x2,4 metra, tvær 20x3,0 metra bryggjur og eina 15x3,0 metra. Jafnframt vill nefndin A-Laiturit/Fi steypurjárn festipolla í stað álpolla SF Marina og 8 metra landganga í stað 10 metra.

2. Önnur mál
Hafnarvörður gerði grein fyrir komu Ocean Diamond til Djúpavogs 28. júní. Nefndin sammála um að skoða möguleika á að bæta við öruggum festum fyrir skipið svo það eigi auðveldara með að leggja að í Gleðivík. Formanni og hafnarverði falið að skoða málið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

08.09.2015

12. maí 2015

Hafnarnefnd: Fundargerð 05.05.2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 14:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Strandveiðar
4. Vigtarmenn
5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
6. Önnur mál


1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
Nefndin sammála um að hefja undirbúningsvinnu að nýju uppsátri fyrir smábáta í Djúpavogshöfn. Það uppsátur sem nú er notað er óhentugt fyrir stærri báta og í ljósi framkvæmda við Faktorshús er aðgengi of þröngt.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er tryggt fyrir sumarið 2015 og hefur Vegagerðin fyrir hönd Vesturbyggðar, Árneshrepps, Strandabyggðar og Djúpavogshrepps óskað eftir tilboðum í verkið.
Helstu verkþættir eru:
Útvegun og uppsetning á steinsteyptum flotbryggjum með landgangi, botnfestum og tilheyrandi búnaði fyrir fimm hafnir. Verkið er áfangaskipt og skal fyrri áfanga lokið 1. júlí 2015 og þeim síðari lokið eigi síðar en 1. september 2015. Útboðsgögn voru seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 21. apríl 2015. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

3. Strandveiðar
Útlit er fyrir að u.þ.b. 20 bátar muni stunda strandveiðar frá Djúpavogi sumarið 2015.

4. Vigtarmenn
Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Ingi Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson munu fara á námskeið fljótlega til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
Hafnarnefnd sammála um að bæta þurfi aðgengi og aðstöðu við höfnina. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að gera tillögur að úrbótum.

6. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

09.06.2015