Djúpivogur
A A

Hafnarnefnd - 29. apríl 2019

Hafnarnefnd - 29. apríl 2019

Hafnarnefnd - 29. apríl 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 29.04.2019 - 11:04

Fundargerð 4. fundar Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 10:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Magnús Hreinsson og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri.

Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1.Endurksoðun á gjaldskrá við flotbryggjur vegna “fingra”
2.Framkvæmdir við fiskiðjuhús Búlandstinds.
3.Meðferð úrgangs við hafnir. (Bréf frá Umhverfisstofnun frá 5. apríl 2019)

----

1.Uppsetning á fingrum verður framkvæmd á næstu vikum. Hafnarverði og formanni falið að koma með tillögur fyrir næsta fund.

2.Bréf frá Búlandstindi ehf varðandi möguleika á viðbyggingu austan við núverandi byggingu, inn á hafnarsvæði.
Hafnarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

3.Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi úrgang við hafnir. Endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti. Hafnarverði falið að yfirfara áætlunina og leggja endurskoðaða áætlun fyrir nefndina.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:30

Eiður Ragnarsson fundarritari.