Djúpavogshreppur
A A

Hafnarnefnd - 27. mars 2019

Hafnarnefnd - 27. mars 2019

Hafnarnefnd - 27. mars 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 27.03.2019 - 08:03

3. fundur Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 27. mars 2018 kl. 10:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, formaður Sigurjón Stefánsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri og Stefán Guðmundsson hafnarvörður. Elís Grétarsson framkvæmdarstjóri Búlandstinds sat fundinn undir lið 1

Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Starfsemi við Djúpavogshöfn.
2. Endurbætur á flotbryggjum.
3. Þarfgreining vegna fyrirhugaðra viðhalds- og nýframkvæmda.
4. Olíuafgreiðsla smábáta.

-----

1. Farið yfir næsta sumar, von er á 35 skemmtiferðaskipum hingað og einnig verða umsvif vegna laxeldis töluverð. Tryggja þarf að samstarf allra aðila verði gott þannig að starfsemin gangi vel í sumar.

2. Samþykkt að kaupa 5 fingur til að festa á flotbryggjur til að auka rými og bæta aðstöðu við höfnina. Endurskoða þarf gjaldskrá í tengslum við uppsetningu.

3. Farið yfir endurnýjun á stálþilum og mögulega stækkunarmöguleika við Djúpavogshöfn. Hafnarstjóra og formanni Hafnarnefndar falið að móta tillögur til að nota sem vinnuplagg í viðræðum við Vegagerðina.

4. Ljóst að aðstaða við olíuagreiðslu við höfnina er óviðunandi. Hafnarstjóra og formanni hafnarnefndar falið að koma athugasemdum á framfæri við olíufélögin og fá þau til viðræðna um úrbætur.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:30

Eiður Ragnarsson fundarritari.