Hafnarnefnd - 16. október 2019

Hafnarnefnd - 16. október 2019
Ólafur Björnsson skrifaði 16.10.2019 - 09:10Fundargerð 6. fundar Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 11:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Sigurjón Stefánsson, Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri. Ævar Orri Eðvaldsson boðaði forföll.
Einnig mætti á fundin Fannar Gíslason frá Vegagerðinni.
Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Viðhald og framkvæmdir við Djúpavogshöfn
2. Ný hafnarvog við Djúpavogshöfn
--
1. Viðhald og nýframkvæmdir við Djúpavogshöfn.
Fannar Gíslason frá Vegagerðinni sat þennan lið fundarinns.
Farið yfir viðhaldsþörf á stálþili og nauðsynlegar endurbætur á löndunarbryggju við Djúpavogshöfn. Einnig farið yfir nauðsynlegar viðbætur og breytingar a viðlegukönntum og möguleika á stækkun.
Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum á samgönguáætlun nema að hluta og því ljóst að nauðsynlegt er að fara fram á frekari framlög til að tryggja eðlilegt viðhald og nauðsynlega stækkun í ljósi aukinna umsvifa við höfnina.
Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir
2. Hafnarvog.
Komin er tími á endurnýjun á hafnarvog við Djúpavogshöfn, en sú sem nú er komin töluvert til ára sinna og komið á hana umtalsvert viðhald.
Fyrir liggur tilboð í nýja hafnarvog og vísar Hafnarnefnd málinu til fjárhagsáætlunargerðar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:50
Eiður Ragnarsson fundarritari.