Djúpavogshreppur
A A

Hafnarnefnd - 11. desember 2019

Hafnarnefnd - 11. desember 2019

Hafnarnefnd - 11. desember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 11.12.2019 - 09:12

Fundargerð 7. fundar Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 11:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Sigurjón Stefánsson, Magnús Hreinsson, Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri.

Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá Djúpavogshafnar
2. Fjárhagsáætlun 2020 og framkvæmdir á hafnarsvæði
3. Minnisblað frá Vegagerðinni.

--

1. Hafnarstjóri fór yfir tillögur að gjaldskrá fyrir Djúavogshafnir.

Hafnarnefnd samþykkir framlagðar tillögu.

2. Fjárhagsáætlun 2020 og framkvæmdir við Djúpavogshöfn.

Fyrir liggur að farið verður í endurnýjun á hafnarvog, áætlaður kosnaður um 6 milljónir.

Gert er ráð fyrir að farið verði í hönnun og undirbúningsvinnu vegna viðhalds og endurbóta á hafnarkanti við frystihús og fiskmarkað, áætlaður kostnaður um 7,5 milljónir króna.

Einnig vill Hafnarstjórn leggja áhersu á að klára frágang á hafnarsvæði vestan við fiskmarkað.

3. Minnisblað frá Vegagerðinni vegna viðhalds á hafnarköntum við frystihús og fiskmarkað.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:50

Eiður Ragnarsson fundarritari.