Hafnarnefnd - 05.12.2018

Hafnarnefnd - 05.12.2018
Ólafur Björnsson skrifaði 05.12.2018 - 09:122. fundur Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 05. desember 2018 kl. 09:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, formaður Sigurjón Stefánsson og Ævar Orri Eðvaldsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri og Stefán Guðmundsson hafnarvörður. Elís Framkvæmdarstjóri Búlandstinds sat fundinn undir lið 1
Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Umsvif og samstarf fyrirtækja við Djúpavogshöfn
2. Minnisblað um stöðu landtenginga við hafnir á Íslandi
3. Ályktun 41. Hafnarsambandsings um öryggi við hafnir
4. Hugmyndir Fiskeldis Austfjarða um mögulega staðsetningu Sænes í Djúpavogshöfn til bráðabirgða
5. Yfirfarin Gjaldskrá Djúpavogshafnar
6. Endurbætur á flotbryggjum
7. Stýfingar á trébryggju
---
1. Umsvif og samstarf fyrirtækja við Djúpavogshöfn.
Farið yfir samstarf fyrirtækja við Djúpavogshöfn, nýting á hanfnarköntum og annað því tengt.
2. Minnisblað um stöðu landtenginga við hafnir á Íslandi.
Ræddar mögulegar landtengingar fyrir skip í Djúpavogshöfn, ljóst þykir að landtengingarnar eru orðnar gamlar og úreltar og skoða þarf möguleika á því að stækka landtengingar til að þær nýtist t.d. brunnbátum sem landa laxi inn í Búlandstind.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
3. Ályktun 41. Hafnarsambandsings um öryggi við hafnir.
Lagt fram til kynningar.
4. Hugmyndir Fiskeldis Austfjarða um mögulega staðsetningu Sænes í Djúpavogshöfn.
Kynntar hugmyndir að staðsetningu Sænes í Djúpavogshöfn, til að losa viðlegukannt. Hafnarnefnd leggur áherslu á að Sænesinu verði fundin annar varanlegur staður, þar sem að það er ekki í notkun og viðlegupláss við Djúpavogshöfn eru af skornum skammti.
5. Yfirfarin gjaldskrá Djúpavogshafna
Hafnarnefnd samþykkir yfirfarna gjaldskrá.
6. Endurbætur á flotbryggjum í Djúpavogshöfn (fingur)
Lagt fram tilboð frá Króla ehf í fingur við smábátabryggjur.
Hafnarnefnd samþykkir að gera ráð fyrir kaupum á 5 fingrum í fjárhagsáætlun.
7. Stýfingar á trébryggju.
Fyrir liggur að bæta þarf við stýfingum á trébryggju. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir lok árs 2018
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl
Eiður Ragnarsson fundarritari.