Djúpivogur
A A

2015

23. desember 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 23. desember 2015 kl. 08:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Flotbryggja
3. Önnur mál

1. Gjaldskrá 2016
Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Flotbryggja
Hafnarnefnd leggur áherslu á að hið fyrsta verði gengið frá rafmagni og festingum á nýrri flotbryggju.

3. Önnur mál
Rætt um með hvaða hætti verði hægt að nota þær af gömlu flotbryggjunum sem eru nothæfar. Ákveðið að skoða málið samhliða lokafrágangi í vor í samráði við Vegagerðina.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

6. október 2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:30. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður og Óskar Ragnarsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við flotbryggjur og fingur
2. Hafnarsvæði
3. Fastsetningarpolli
4. Vigtarmenn
5. Uppsátur
6. Önnur mál

1. Framkvæmdir við flotbryggjur
Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með nýja flotbryggju sem komin er í Djúpavogshöfn. Lokafrágangur er eftir svo sem tenging við rafmagn en stefnt er að því að það verði tilbúið fljótlega. Jafnframt liggur fyrir að gera þarf ráðstafanir vegna festinga sem ekki eru nógu djúpt. Króli ehf mun fljótlega koma austur og annaðhvort koma fyrir nýjum festingum eða þá færa þær til sem fyrir eru svo sjófarendum standi ekki hætta af. Þangað til hefur verið komið fyrir belgjum á festingarnar svo skipstjórnarmenn geti forðast að rekast í þær. Að höfðu samráði við Króla ehf og hafnadeild Vegagerðarinnar leggur hafnarnefnd til að frekari framkvæmdum við síðari flotbryggjuna og niðurrif á gömlu trébryggjunni verði frestað þar til sól fer aftur að hækka á lofti með það að markmiði að nýjar flotbryggjur verði fullkláraðar fyrir 1. maí á næsta ári.

2. Hafnarsvæði
Formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fóru yfir þær endurbætur sem þurfa að eiga sér stað á klæðningu og skipulagi við hafnarsvæðið. Samþykkt að þeir vinni drög að framkvæmdaáætlun í tengslum við nýtt deiliskipulag og kynni nefndinni.

3. Fastsetningarpolli
Nauðsynlegt er að koma upp fastsetningarpolla vegna komu skemmtiferðaskipa í Gleðivík næsta sumar. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að koma með drög að kostnaðaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.

4. Vigtarmenn
Farið var yfir áætlun um með hvaða hætti vigtarmenn skipta með sér helgum í haust. Hafnarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að fjölgað hafi í röðum vigtarmanna.

5. Uppsátur
Farið yfir hugmyndir að nýju uppsátri í Djúpavogshöfn. Ákveðið að taka málið fyrir í tengslum við nýtt deiliskipulag.

 

6. Önnur mál
FA-Flotbryggjur. Borist hefur erindi frá Fiskeldi Austfjarða um það hvort FA geti nú þegar fengið einhvern hluta af gömlu flotbryggjunum. Nefndin sammála um að FA standi hluti af gömlu flotbryggjunum til boða um leið og framkvæmdum verður fram haldið.
Gjaldskrá hafnarinnar. Samþykkt að formaður hafnarnefndar og hafnarvörður fari yfir gjaldskrá hafnarinnar og geri tillögur að breytingum á næsta fundi nefndarinnar.
Fingur. Þrjár útgerðir hafa fest sér viðlegupláss við fingur. Stefnt er að því að auglýsa aftur þegar framkvæmdum verður fram haldið á næsta ári.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016