Djúpivogur
A A

23. desember 2015

23. desember 2015

23. desember 2015

skrifaði 12.02.2016 - 17:02

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 23. desember 2015 kl. 08:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sátu fundinn Stefán Guðmundsson hafnarvörður og Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá
2. Flotbryggja
3. Önnur mál

1. Gjaldskrá 2016
Farið var yfir gildandi gjaldskrá og gerðar á henni minniháttar breytingar. Breytt gjaldskrá er taki gildi við birtingu borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Flotbryggja
Hafnarnefnd leggur áherslu á að hið fyrsta verði gengið frá rafmagni og festingum á nýrri flotbryggju.

3. Önnur mál
Rætt um með hvaða hætti verði hægt að nota þær af gömlu flotbryggjunum sem eru nothæfar. Ákveðið að skoða málið samhliða lokafrágangi í vor í samráði við Vegagerðina.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari