Djúpivogur
A A

12. maí 2015

12. maí 2015

12. maí 2015

skrifaði 09.06.2015 - 11:06

Hafnarnefnd: Fundargerð 05.05.2015

Fundur var haldinn í hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 14:00. Fundinn sátu Sigurjón Stefánsson formaður, Óskar Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.


Dagskrá var eftirfarandi:

1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
2. Framkvæmdir við flotbryggjur
3. Strandveiðar
4. Vigtarmenn
5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
6. Önnur mál


1. Uppsátur í Djúpavogshöfn
Nefndin sammála um að hefja undirbúningsvinnu að nýju uppsátri fyrir smábáta í Djúpavogshöfn. Það uppsátur sem nú er notað er óhentugt fyrir stærri báta og í ljósi framkvæmda við Faktorshús er aðgengi of þröngt.

2. Framkvæmdir við flotbryggjur
Fjármagn vegna framkvæmda við nýjar flotbryggjur frá ríkinu er tryggt fyrir sumarið 2015 og hefur Vegagerðin fyrir hönd Vesturbyggðar, Árneshrepps, Strandabyggðar og Djúpavogshrepps óskað eftir tilboðum í verkið.
Helstu verkþættir eru:
Útvegun og uppsetning á steinsteyptum flotbryggjum með landgangi, botnfestum og tilheyrandi búnaði fyrir fimm hafnir. Verkið er áfangaskipt og skal fyrri áfanga lokið 1. júlí 2015 og þeim síðari lokið eigi síðar en 1. september 2015. Útboðsgögn voru seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 21. apríl 2015. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

3. Strandveiðar
Útlit er fyrir að u.þ.b. 20 bátar muni stunda strandveiðar frá Djúpavogi sumarið 2015.

4. Vigtarmenn
Nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að fjölga vigtarmönnum með réttindi á staðnum. Ingi Ragnarsson og Óðinn Gunnlaugsson munu fara á námskeið fljótlega til að afla sér tilskilinna réttinda.

5. Vinnusvæði og umhverfi hafnar
Hafnarnefnd sammála um að bæta þurfi aðgengi og aðstöðu við höfnina. Hafnarverði og formanni hafnarnefndar falið að gera tillögur að úrbótum.

6. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari