Fræðslu,- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 2. júní 2020

Fundargerð 10. fundar fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022
Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps í Geysi, þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 16:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þuríður Elísa Harðardóttir, Eiður Ragnarsson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir. Þá sátu fundinn undir lið 1 Guðrún Sigurðardóttir og Hugrún Malmquist Jónsdóttir fulltrúar leikskólans.
Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.
Dagskrá var eftirfarandi:
1. Leikskóli:
a) Skóladagatal 2020-2021. Guðrún kynnti skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2020- 2021. Skóladagatalið samþykkt en bent er á að mögulega getir orðið breytingar nái Covid-19 sér aftur á strik. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
b) Skólapúlsinn. Guðrún kynnti niðurstöður úr skólapúlsinum en að þessu sinni var gerð könnun meðal starfsfólks. Könnunin kom á heildina litið vel út og er gott tæki fyrir stjórnendur skólans.
c) Starfsáætlun Leikskólans Bjarkatúns skólaárið 2020 – 2021. Starfáætlunin kynnt. Reiknað er með að 29 börn verði í leikskólanum næsta vetur og bæta þarf við stuðningsfulltrúa.
2. Staða skólastjóra. Þrjár umsóknir bárust. Starfsmannaviðtöl hafa farið fram og búið er að fara yfir umsóknir. Umsóknir ræddar og ákveðið að afla frekari gagna. Stefnt að því að klára málið á fundi mánudaginn 8. júní.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 17:15.