Djúpivogur
A A

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 26. mars 2020

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 26. mars 2020

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 26. mars 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 26.03.2020 - 11:03

Fundargerð 9. fundar Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022


Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps í gegnum Teams fjarfundaforrit, fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 15:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þuríður Elísa Harðardóttir, Eiður Ragnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir. Þá sátu fundinn undir lið 1 og 2 Signý Óskarsdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir fulltrúar Grunnskólans.

Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

 • 1. Grunnskóli:
 • a) Erindi vegna Helgafells. Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd mælir með því að Helgafell verði leigt næsta skólaár.
 • b) Erindi vegna aðgengis milli húsa. Erindi frá Signýju Óskarsdóttur vegna aðgengis milli skóla og Helgafells. Nefndin tekur undir mikilvægi þess að aðgengi milli bygginganna sé gott. Erindinu vísað til Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefndar.
 • c) Erindi vegna skólalóðar. Erindi frá Signý Óskarsdóttur vegna skólalóðar. Nefndin ítrekar fyrri bókanir varðandi brýna þörf á úrbótum við skólalóðina. Foreldrafélagið óskar eftir að koma að undirbúningsvinnu ásamt kennurum og nemendum. Erindinu vísað til Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefndar og óskað eftir að nefndin bregðist við hið fyrsta og skipi vinnuhóp sem fyrst til að vinna að framgangi verkefnisins.
 • d) Skólanámskrá. Signý kynnti skólanámskrá Grunnskólans.
 • e) Starfsáætlun. Starfsáætlun er í vinnslu og verður kynnt síðar.
 • f) Skóladagatal. Signý kynnti skóladagatal Grunnskólans.Nefndin samþykkir skóladagatal Grunnskóla Djúpavogs 2020-2021.
 • g) Skólapúlsinn. Signý kynnti niðurstöður úr skólapúlsinum. Samantekt opinna spurninga kemur síðar.
 • h)Starfsmannamál.Signý fór yfir starfsmanamál í Grunnskólanum. Signý mun láta af störfum í lok skólaárs og auglýst hefur verið eftir nýjum skólastjóra. Signý fór yfir starfsmannaþörf næsta skólaárs. Á næstunni verður auglýst eftir því starfsfólki sem mun vanta næsta skólaár.
 • 2. Covid – 19 – Viðbrögð innan skólanna.
 • Skólarnir hafa gert viðeigandi ráðstafanir vegan útbreiðslu Covid 19 veirunnar. Skólastjóri fór yfir það sem hefur verið gert. Nefndin lýsir ánægju sinni með viðbrögð skólans við þeim aðstæðum sem hafa skapast.
 • 3. Leikskóli:
 • a) Skóladagatal. Frestað til næsta fundar.
 • b) Starfsmannamál. Frestað til næsta fundar.

Fleira ekki tekið fyrir,

Fundi slitið kl 17:12

Fundarritari: Kristján Ingimarson