Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu,- tómstunda- og atvinnumálanefnd - 2. maí 2019

Fræðslu,- tómstunda- og atvinnumálanefnd - 2. maí 2019

Fræðslu,- tómstunda- og atvinnumálanefnd - 2. maí 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 02.05.2019 - 11:05

Fundargerð 5. fundar fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps í Leikskólanum Bjarkatúni, Djúpavogi, fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 16:30. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Óliver Ás Kristjánsson, Eiður Ragnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Ásdís H. Benediktsdóttir. Þá sátu fundinn Halldóra D. Hafþórsdóttir, Sigríður Ósk Atladóttir og Helga Rún Guðjónsdóttir fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Hugrún M. Jónsdóttir og Karen Sveinsdóttir fulltrúar Leikskólans.

Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

  • 1. Kynning frá Grunnskólanum á teymiskennslu
  • 2. Niðurstöður úr skólapúlsinum
  • 3. Skóladagatal leikskólans
  • 4. Erindi til Fræðslunefndar frá Snjófríði Magnúsdóttur
  • 5. Námskeið í boði
  • 6. Skólastefna 2019 - 2023 Drög
  • 7. Starfsmannamál
  • 8. Jafnréttisáætlun
  • 9. Skipun í úthlutunarnefnd Snorrasjóðs
  • 10. Kynning á húsakynnum leikskólans

----

1. Þorbjörg Sandholt kynnti fyrirkomulag teymiskennslu fyrir fundarmönnum.

2. Niðurstöður úr skólapúlsinum. Guðrún fór yfir niðurstöður fyrir Leikskólann úr skólapúlsinum. Heilt yfir eru niðurstöðurnar mjög góðar, almenn ánægja er með leikskólann og í flest öllum atriðum liggur Leikskólinn Bjarkatún yfir landsmeðaltali þannig að óhætt er að segja að leiksólinn á Djúpavogi sé góður leikskóli. Halldóra fór yfir niðurstöður fyrir Grunnskólann. Á heildina litið liggur Grunnskólinn rétt undir meðallagi.

3. Skóladagatal leikskólans. Guðrún kynnti skóladagatal leikskólans og Halldóra kynnti skóladagatal grunnskólans. Engar athugasemdir voru gerðar og dagatölin samþykkt.

4. Erindi til Fræðslunefndar frá Snjófríði Magnúsdóttur. Fyrirspurn kom um veganfæði í leikskóla. Nefndin var sammála um að ekki verði boðið upp á sérstakar veganmáltíðir eða að leyft verði að koma með vegan nesti en að reynt verði að koma til móts við þau börn sem eru vegan með aukinni fjölbreytni í hádegismat.

5. Námskeið í boði. Halldóra fór yfir þau námskeið sem standa starfsfólki Grunnskólans til boða á árinu. Fyrir leikskólafólk nefndi Guðrún að Mio stærðfræðinámskeið væri í boði. Fræðslunefnd vill leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsfólki standi námskeið til boða og hvetur til þátttöku starfsfólks.

6. Skólastefna 2019 – 2023 drög. Kristján kynnti drög að nýrri skólastefnu sem mun koma til með að gilda fyrir leikskóla, tónskóla og grunnskóla Djúpavogs.

7. Starfsmannamál. Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra. Önnur umsóknin var dregin til baka og leggur Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd það til að gengið verði til samninga við Signýju Óskarsdóttur.
Hafdís Reynsidóttir og Þórdís Sigurðardóttir komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir starfi framkvæmdastjóra Neista.Staða framkvæmdastjóra er 25% starf en að þeirra áliti þyrfti að auka starfshlutfall og gera nákvæmari starfslýsingu og skipurit. Lagt er til að stjórn Neista og forsvarsmenn sveitarfélagsins fari yfir þessi mál.
Engar umsóknir faglærðra kennara hafa borist um lausar kennarastöður.Tveir menntaðir kennarar munu starfa við skólann næsta vetur auk skólastjóra en aðrar kennarastöður verða mannaðar með leiðbeinendum. Enn vantar 3 – 5 starfsmenn. Fulltrúar grunnskólans yfirgáfu fund að þessum lið loknum

8. Jafnréttisáætlun. Núverandi jafnréttisáætlun Djúpavogshrepps er frá árinu 2016 og þarfnast hún uppfærslu. Lagt er til að vinnuhópur skipaður fulltrúum úr Fræðslu jafnréttis og tómstundanefnd fari yfir áætlunina og leggi fram endurnýjaða jafnréttisáætlun á næsta fundi FTJ.

9. Skipun í úthlutunarnefnd Snorrasjóðs. Tillaga hefur komið fram um að Gauti Jóhannesson, Bergþóra Birgisdóttir og Kristján Ingimarsson skipi úthlutunarnefnd Snorrasjóðs. Tillagan samþykkt.

10. Kynning á húsakynnum leikskólans. Guðrún og Hugrún sýndu nefndarmönnum húsakynni og aðbúnað í leikskólanum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið klukkan 19:55

Fundarritari Kristján Ingimarsson (sign)