Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd - 7. febrúar 2019

Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd - 7. febrúar 2019

Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd - 7. febrúar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 07.02.2019 - 14:02

4. fundur fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 16:30. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Óliver Ás Kristjánsson, Eiður Ragnarsson (undir liðum 3 – 6), Þuríður E. Harðardóttir og Ásdís H. Benediktsdóttir. Þá sátu fundinn Halldóra D. Hafþórsdóttir og Sigríður Ósk Atladóttir fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Hera Líf Liljudóttir(undir liðum 3 – 6) og Hugrún M. Jónsdóttir fulltrúar Leikskólans.

Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

Dagskrá:

1. Starfsáætlun Djúpavogsskóla.
2. Málefni tónskólans.
3. Lykiltölur um leik og grunnskóla 2017.
4. Starfsmannamál
5. Skólastefna.
6. Stofnskrá styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar frá Papey.

----

1. Halldóra Dröfn kynnti starfsáætlun yfirstandandi skólaárs fyrir grunnskólann.

2. Málefni tónskólans. Halldóra Dröfn fór yfir málefni tónskólans og lagði hún áherslu á mikilvægi þess að staðið verði vel við bakið á honum. Reiknað er með að tónskólinn verði áfram í Löngubúð næsta vetur.

3. Lykiltölur um leik og grunnskóla 2017. Kristján fór yfir lykiltölur um leik og grunnskóla. Alla jafna eru skólarnir í Djúpavogi um miðja deild.

4. Starfsmannamál. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir hefur sagt upp störfum sem skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs. Verið er að setja í gang ráðningarferli fyrir nýjan skólastjóra. Þá sagði William Óðinn Lefever upp störfum sem framkvæmdastjóri Neista og Hafdís Reynisdóttir hefur tekið við starfinu tímabundið. Samkomulag hefur náðst um að William Óðinn láti af störfum sem forstöðumaður Zion frá og með næstu mánaðamótum og er uppsagnafrestur 3 mánuðir. Reiknað er með að búa til heilt starf úr þessum tveimur störfum og auglýsa það laust til umsóknar í vor, auk þess sem fleiri störf verða auglýst.

5. Skólastefna. Núverandi skólastefna Djúpavogshrepps rennur út þann 31/05/2019 og því verður að endurnýja skólastefnuna. Á fundi sveitarstjórnar þann 10. Janúar s.l. var formanni FTJ falið í samráði við nefndina að setja á laggirnar þriggja manna starfshóp og leiða sem hefur það hlutverk að kynna drög að endurskoðaðri skólastefnu á fundi sveitarstjórnar í apríl. Í umræddan starfshóp voru eftirtaldir aðilar valdir: Kristján Ingimarsson, Ásdís H Benediktsdóttir og Elísabet Guðmundsóttir.

6. Stofnskrá styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar frá Papey. Á fundi sveitarstjórnar þann 13. Desember var eftirfarandi bókað:

„Sveitarstjóri gerði grein fyrir peningagjöf, rúmar 8 millj. kr. sem borist hefur frá Gunnþóru Gísladóttir frá Papey en hún býr nú í Gimli í Kanada. Tilgangur gjafarinnar er að stofnaður verði sjóður sem hefur það hlutverk að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms. Styrkirnir verða veittir til minningar um Snorra bróður hennar. Sveitarstjóra falið að koma þakklæti vegna þessarar höfðinglegu gjafar til skila. Á fundinum var umsókn lögaðila um sparireikning undirrituð. Fræðslu- og tómstundanefnd falið að leggja drög að samþykktum og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn”.

Samin hefur verið stofnskrá fyrir styrktarstjóðinn ásamt greinargerð. Stofnskráin kynnt fyrir nefndinni og samþykkt en sú breyting gerð að aldurstakmörk voru rýmkuð.

Næsti fundur áætlaður í apríl. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið klukkan 17:45

Fundarritari Kristján Ingimarsson (sign)