Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 10. október 2019

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 10. október 2019

Fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd - 10. október 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 10.10.2019 - 09:10

Fundargerð 7. fundar fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 16:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þuríður Elísa Harðardóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Kristborg Ásta Reynisdóttir og Ania Czeczko. Þá sátu fundinn undir lið 1 a og b Signý Óskarsdóttir og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs og undir lið 2 a og b Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Hugrún M. Jónsdóttir og Hera Líf Liljudóttir fulltrúar Leikskólans.

Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

Dagskrá:

1. Grunnskólinn:
a) Vetrarstarfið
b) Staða framkvæmda við viðbyggingu - til kynningar
2. Leikskólinn:
a) Vetrarstarfið
b) Bréf – Guðrún/Hugrún
3. Styrkir – til kynningar
4. Jafnréttisáætlun
5. Bréf frá William Óðni Lefever
6. Barnaþing – til kynningar

--

1. Grunnskólinn.

a) Signý Óskarsdóttir kynnti vetrarstarf yfirstandandi skólaárs fyrir grunnskólann og þau verkefni sem framundan eru.

b) Kristján kynnti stöðu framkvæmda við viðbyggingu grunnskólans. Viðbyggingin er að verða fokheld og framundan er útboð á seinni hluta framkvæmdanna.

2. Leikskólinn:

a) Vetrarstarfið. Guðrún S. Sigurðardóttir kynnti starfsáætlun leikskólans. Samykkt að fastur opnunartími verði frá 7:45 til 16:15.

b) Bréf. Guðrún og Hugrún kynntu hugmynd um samningur um kaup á verktöku v. lögbundinnar talmeinaþjónustu sveitarfélaga. FTJ leggur til að gerður verði samningur vegna talmeinaþjónustu, sambærilegur við þann samning sem Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð hafa gert.

3. Styrkir – til kynningar

Ýmsir styrkir sem eru í boði á vegum Menntamálaráðuneytisins lagðir fram til kynningar.

4. Jafnréttisáætlun

Athugasemdir bárust frá Jafnréttisstofu vegna jafnréttisstefnu Djúpavogshrepps. Starfshópur sem vann að jafnréttisáætlun mun fara yfir athugasemdirnar og uppfærð jafnréttisstefna með viðeigandi breytingum verður lögð fram við fyrsta tækifæri.

5. Bréf frá William Óðni Lefever. Formanni falið að svara bréfinu.
6. Barnaþing – til kynningar. Björgvin Sigurjónsson hefur verið valinn á Barnaþing þann 21-22 nóvember n.k.


Fleira ekki tekið fyrir,

Fundi slitið klukkan 18:40

Kristján Ingimarsson (sign)