Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu - tómstunda- og jafnréttisnefnd - 21. nóvember 2019

Fræðslu - tómstunda- og jafnréttisnefnd - 21. nóvember 2019

Fræðslu - tómstunda- og jafnréttisnefnd - 21. nóvember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 21.11.2019 - 09:11

Fundargerð 8. fundar fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 16:00. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Þuríður Elísa Harðardóttir, Íris Birgisdóttir, Kristborg Ásta Reynisdóttir og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir. Þá sátu fundinn undir lið 1 a og b og 2 a og b Signý Óskarsdóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs og undir lið 3 a og b Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Hugrún M. Jónsdóttir fulltrúar Leikskólans.

Kristján stjórnaði fundi og ritaði fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Málefni Grunnskólans.
a) Viðbygging við Grunnskólann
b) Gjaldskrá Grunnskóla 2020
2. Málefni Tónskólans
a) Staða Tónskólans
b) Gjaldskrá Tónskólans
3. Málefni Leikskólans
a) Bréf frá Leikskólastjórnendum Austurlandi
b) Gjaldskrá Leikskólans
4. Fræðslumál innan Sambands Íslenskra Sveitarfélaga

--

1. Málefni Grunnskólans.

a) Viðbygging við Grunnskólann. Nú standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans. Sú viðbygging sem um ræðir er nokkuð minni en í upphafi var lagt upp með og við undirbúning framkvæmdarinnar var bókað í fundargerð undirbúningsnefndar um viðbyggingu að „farið verði sem fyrst í næsta skref viðbyggingar.....“

Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefnd tekur undir þetta og beinir því til sveitarstjórnar að í framhaldi af núverandi framkvæmd verði strax farið að huga að næsta skrefi viðbyggingar að undangenginni þarfagreiningu sem þar sem núverandi aðstaða í skólanum til náms og kennslu er ekki fullnægjandi. Einnig vantar töluvert upp á að aðstaða starfsfólks sé í takt við vinnuvistfræðilegar kröfur í nútímasamfélagi.

Mikilvægt er að næstu skref séu tekin með góðri greiningu þeirra þarfa sem um ræðir sem og framsetningu heildarsýnar fyrir uppbyggingu skólahúsnæðisins til framtíðar.

b) Gjaldskrá Grunnskólans. Gjaldskrá Grunnskólans rædd, borin undir atkvæði og samþykkt.

2. Málefni tónskólans.

a) Signý Óskarsdóttir fór yfir verkefni tónskólans eftir áramót. Haldin verða tónlistarnámskeið á vegum Tónskólans sem gestakennarar munu sjá um. Við útreikning á gjaldi fyrir námskeiðin verður tekið mið af gjaldskrá Tónskólans.

b) Gjaldskrá Tónskólans. Gjaldskrá tónskólans rædd, borin undir atkvæði og samþykkt.

3. Málefni Leikskólans.

a) Bréf frá Leikskólastjórnendum Austurlandi. Lagt fram til kynningar. Fræðslunefndin tekur undir mikilvægi þess að fá menntað fólk til kennslu í leikskólum. Sveitarfélagið hefur stutt við starfsfólk leikskóla í námi og nefndin mælir með því að svo megi verða áfram. Nefndin styður að horft verði til þess að leikskólakennarar fái meiri tíma til undirbúnings í næstu kjarasamningum.

b) Gjaldskrá Leikskólans. Guðrún og Ásdís vilja að gjald fyrir að sækja of seint verði hækkað upp í 1000 kr fyrir hvern byrjaðan hálftíma. Gjaldskrá leikskólans rædd, borin undir atkvæði og samþykkt.

c) Opnunartími um jól og áramót. Guðrún kynnti hugmyndir um að leikskóli yrði lokaður milli jóla og nýárs til frambúðar. Umræðum frestað.

4. Fræðslumál innan sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

Kristján fór yfir þann hluta vefsíðu Sambandsins sem skólamál heyra undir.


Fleira ekki tekið fyrir,

Fundi slitið klukkan 17:46

Kristján Ingimarsson (sign)