Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd - 06.12.2018

Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd - 06.12.2018

Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd - 06.12.2018

Ólafur Björnsson skrifaði 06.12.2018 - 09:12

3. fundur fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í fræðslu- tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 16:15. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Elísabet Guðmundsdóttir og Óliver Ás Kristjánsson, Ania Czeczko. Ingibjörg B. Gunnlaugsdóttir, Halldóra Hafþórsdóttir, Rán Freysdóttir, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Hugrún M Jónsdóttir og Hera Liljudóttir. Þá sat Aron Thorarensen fundinn undir lið 1.

Dagskrá var eftirfarandi:

Dagskrá:

1. Persónuverndarfulltrúi Djúpavogshrepps
2. Gjaldskrá skólanna í Djúpavogshreppi.
3. Skólareglur Grunnskóla Djúpavogs.
4. Lokatillögur viðbyggingar Grunnskólans.

-----

1. Persónuverndarfulltrúi Djúpavogshrepps. Aron Thorarensen kom og kynnti sig og starf sitt sem persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Jafnframt fór hann yfir nokkra snertifleti nýrra persónuverndarlaga og þeirra málefna sem heyra undir nefndina.

2. Gjaldskrá Djúpavogsskóla. Farið var yfir gjaldskrá skólanna í Djúpavogshreppi fyrir árið 2019. Um er að ræða 4% hækkun á liðum sem fela í sér laun. Guðrún gerði athugasemd við gjaldskrá leikskólans en hún benti á að of lítill munur væri á gjaldi fyrir aukatíma og barn sótt of seint. Lagði hún til að gjald fyrir barn sótt of seint yrði hækkað. Gerð var athugasemd við að grunnskóli Djúpavogs selji út prentþjónustu en sú þjónusta getur haft truflandi áhrif á starfsemina og sú starfsemi ætti að vera annarsstaðar. Sömuleiðis er ekki lengur hægt að bjóða upp á fax þjónustu í grunnskólanum. Varðandi tónskólann þá leggur nefndin til að horft verði til þess að efla tónskólann og mögulega megi fá auknar fjárveitingar í gegnum jöfnunarsjóð frá Menntamálaráðuneytinu. Gjaldskrárnar samþykktar.

3. Skólareglur í skólum Djúpavogshrepps. Halldóra fór yfir breytingar á reglum grunnskóla og tónskóla. Reglurnar samþykktar samhljóða. Undir þessum lið greindi Halldóra líka frá viðbrögðum grunnskóla Djúpavogs vegna sýningar á myndbandi í kennslustund í grunnskólanum og telst málinu lokið.

4. Lokatillögur viðbyggingar Grunnskólans kynntar fyrir nefndinni.

Næsti fundur áætlaður í febrúar. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið klukkan 18:25