Djúpavogshreppur
A A

Fræðslu-, jafnréttis- og tómstundanefnd - 31.10.2018

Fræðslu-, jafnréttis- og tómstundanefnd - 31.10.2018

Fræðslu-, jafnréttis- og tómstundanefnd - 31.10.2018

Ólafur Björnsson skrifaði 31.10.2018 - 09:10

1. fundur Fræðslu-tómstunda- og jafnréttisnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í Fræðslu-tómstunda- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 31. október 2018 kl. 13:30. Fundinn sátu Kristján Ingimarsson formaður, Eiður Ragnarsson varaformaður, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Þuríður Elísa Harðardóttir, Hugrún Malmquist Jónsdóttir fulltrúi leikskólans, Sigríður Ósk Atladóttir fulltrúi kennara, Hera Líf fulltrúi foreldrafélags leikskólans. Einnig sátu fundinn Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri grunnskólans, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri og William Óðinn Lefever framkvæmdarstjóri Neista. Forföll boðaði Elísabet Guðmundsdóttir.

Fundarritari kosinn. Þuríður Elísa Harðardóttir ritar fundargerð.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Hlutverk Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefndar.
2. Grunnskólinn – kynning á skólastarfi
3. Leikskólinn – kynning á skólastarfi
4. Öldungaráð
5. Innleiðing persónuverndar.
6. Bréf frá nemendum í 6. og 7. bekk.
7. Neistahöllin
8. Mennta og menningarmálaráðuneytið. Kynferðisleg áreitni í æskulýðs og íþróttastarfi.

Kristján setur fund 16:10.

Fjallað er um fyrirkomulagið á fundunum. Formaður nefndar leggur til að tveir fundir séu haldnir til viðbótar fyrir áramót og ákveðið er að hafa fundi fyrsta fimmtudag í mánuði. Samþykkt af öllum og dagsetningar 1. nóvember og 6. desember voru ákveðnar.

1. Hlutverk Fræðslu- tómstunda og jafnréttisnefndar. Lagt til kynningar.

Halldóra bendir á að það vanti inn í erindisbréfið tónskólann. Sveitastjórn tekur ákvörðun um erindisbréfið og nefndin mun koma ábendingu til þeirra.

2. Grunnskólinn – kynning á skólastarfi. Halldóra Dröfn skólastjóri grunn- og tónskólans kynnir.

Farið er yfir skólastarfið, skóladagatalið 2018-2019, starfsemi, húsakost, verkefnið Uppeldi til ábyrgðar, tónskólann og fjölda nemenda. Umræður sköpuðust um mataraðstöðu nemenda, sérkennslu og aðstöðu skólans.

3. Leikskólinn – kynning á skólastarfi. Guðrún kynnir starfssemi leikskólans.

Farið er yfir skóladagatalið, lokun á milli jóla og nýárs, starfsmannamál. Rætt var um samstarf milli skólanna tveggja en mikið samstarf er á milli skólastofnanna tveggja. Rætt var um langtímaáætlanir eða stefnu innan skólanna í kjölfarið en grunnskólinn var meðal annars að byrja að vinna með Uppeldi til ábyrgðar. Verið er að skoða hvort að sama stefna geti farið inn í leikskólann til að sama stefni ríki frá leikskólaaldri og út grunnskóla. Hera nefnir að gagnlegt væri ef kynning á þessari stefnu yrði haldin fyrir foreldra.

Eiður yfirgefur fund.

4. Innleiðing persónuverndar.

Lagt fram til kynningar en Djúpavogshreppur er búinn að greiða fyrir þátttöku. Leikskólinn ætlar að taka þátt og grunnskólinn er þegar kominn af stað í sinni vinnu.

Óðinn kemur inn á fund.

5. Bréf frá nemendum í 6. og 7. bekk.

Lagt fram til kynningar. Lagt til að gerð verði úttekt og kostnaðarmat á hvað er hægt að gera og að meta útiaðstöðuna í samhengi við mögulega stækkun á grunnskólanum. Formanni nefndar falið að svara börnunum. Óðinn nefnir að kynna niðurstöðurnar fyrir nemendunum líka.

6. Neistahöllin.

a. Óðinn, framkvæmdarstjóri Neista kynnir starfsemi Neista. Dagatal Neista liggur fyrir fyrir árið en á eftir að birta það. Rætt var um félagsmiðstöðina, íþróttaskóla fyrir leikskólabörn og möguleika á að koma á samstarfi á milli félags eldri borgara og Neista. Framkvæmdarstjóri Neista ætlar að skoða málið.

Sigríður, Guðrún og Hera yfirgefa fund.

b. Neistahöllin.

Kristján kynnir málið en samning vantar varðandi rekstur Neistahallarinnar. Framkvæmdastjóra Neista, sveitarstjóra og formanni nefndar er falið að ganga frá samningi sem fyrst.

Liðum er víxlað og liður 8 á fundarskrá er tekinn inn númer 7.

7. Öldungaráð.

Lagt fram til kynningar. Málið kynnt fyrir nefndinni. Verður kynnt frekar þegar frekari skilgreiningar liggja fyrir.

8. Mennta og menningarmálaráðuneytið. Kynferðisleg áreitni í æskulýðs og íþróttastarfi.

Lagt fram til kynningar. Beinum því til sveitarstjórnar að kafli 3.4. sé hafður til hliðsjónar þegar gerður er samningur við ungmennafélagið Neista. Viðbragðsáætlanir þurfa að vera kynntar fyrir nefndinni þegar þær liggja fyrir.

Fundi slitið 18:00.

Fundargerð ritaði Þuríður Elísa Harðardóttir.