Djúpivogur
A A

Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla

4. febrúar 2016

Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla: Fundargerð 04.02.2016

2. fundur 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um húsnæðismál Djúpavogsskóla fimmtudaginn 4. febrúar 2016 kl.14.
Fundarstaður: Grunnskólinn.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Gauti Jóhannesson,Egill Egilsson, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer.

Dagskrá:

1. Tillögur að lausnum í húsnæðisvanda Djúpavogsskóla

Kári og Rán mættu til að fylgja úr hlaði tillögum sínum um notkun Helgafells til lausnar á húsnæðisvanda Djúpavogsskóla. Góðar umræður urðu um ýmsar hliðar á hugsanlegri nýtingu hússins bæði fyrir leikskóla, tónskóla, mötuneyti, félagsmiðstöð og grunnskólann. Fundarmenn voru þó sammála um að um framtíðarlausn er ekki að ræða, en góður kostur sem vert er að skoða þar til viðbygging við grunnskólann verður klár. Einnig var rætt um ýmsa aðra möguleika sem þarft er að skoða þar til viðbygging verður klár, s.s. pakka niður hluta af bókasafni, minnka umfang tónskóla, má leggja niður viðveru! Þá yfirgáfu Kári og Rán fundinn ásamt Gauta.
Kostir sem ákveðið er að leggja fyrir sveitarstjórin á næsta fundi hennar eru:
* Færa golfskála að leikskóla- Sóley kannar hjá byggingarfulltrúa kostnað við viðbyggingu og frístandandi og talar við arkitekt ef þarf. Sóley og Egill klára kostnaðarútreikninga.
* Færa golfskála að grunnskóla- Væntanlega sami kostnaður og við leikskóla. Dóra og Guðrún setja upp faglega kosti og galla við hvorn kost.
* Leigja Helgafell eins og það er í 4 ár og vera þá með tilbúna viðbyggingu við grunnskóla. - Sóley talar við Þóri, ef þetta er í boði leggjast kennarar hópsins yfir bestu nýtingu á því húsi :)

2. Þarfagreining vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við grunnskólann.
Dóra, Obba og Lilja eru langt komnar með þarfagreininguna og Obba kynnti flotta vinnu sem hún hafði farið í með nemendum grunnskólans, en hún fékk krakkana til að lista upp hvað þeim finnst vanta í skólann sinn. Útfrá þessu öll var Obba búin að vinna flotta tillögu að viðbyggingu við skólann. Dóra, Obba og Lilja klára þarfagreiningu og Sóley tékkar á hvernig útboð færi fram og hvort hægt er að fá grófar kostnaðartölur án mikils tilkostnaðar

Rætt um að hafa þetta allt klárt fyrir næsta fund sveitarstjórnar þann 11. feb.
Reyna að klára í tölvupósti en tökum stuttan fund í næstu viku ef þarf.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:15
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016

19. janúar 2016

Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla: Fundargerð 19.01.2016

1. fundur 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um húsnæðismál Djúpavogsskóla þriðjudaginn 19. janúar 2016 kl.14.
Fundarstaður: Grunnskólinn.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir og Þorbjörg Sandholt. Forföll boðuðu Gauti Jóhannesson og Egill Egilsson.
Fundargerð ritaði Sóley.

Á fundi sveitarstjórnar þann 10.des. ´15 var undirritaðri falið að endurvekja starfshóp um húsnæðismál Djúpavogsskóla og stefna að fundi sem fyrst á nýju ári. Verkefni starfshópsins að þessu sinni er tvíþætt annars vegar að koma með tillögur að lausnum á húsnæðisvanda leikskólans og kostnaðarmeta þær og hinsvegar að vinna þarfagreiningu vegna fyrirhugaðrar stækkunar grunnskólans.

Til að fara yfir húsnæðisvanda leikskólans kom Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri til okkar. Í máli hennar kom fram að leikskólinn er yfirfullur í dag með 25 krakka á eldri deild og yngri deildin verður fullsetin í febrúar. (Fullsetinn skóli er 20 börn á eldri og 15 á yngri ef aldursdreifingin er jöfn) Fjöldi barna í leikskólanum næstu ár, ef við gerum ráð fyrir 6 börnum fæddum á ári og enginn flytji frá eða til okkar :
Veturinn ´16 -´17: 19 börn á yngri, 25 á eldri
Veturinn ´17 -´18: 21 á yngri, 23 á eldri
Veturinn ´18 -´19: 12 á yngri, 29 á eldri
Veturinn ´19 -´20: 12 á yngri, 25 á eldri
Af þessum tölum má vera ljóst að við þurfum að bregðast við og bæta við húsnæði leikskólans.
Þá voru ræddar þær tillögur sem höfðu áður komið fram varðandi lausnir. Fyrir liggur að Ingvar frá Skólastofunni leggur til að elstu börn á leikskólanum verði færð upp í grunnskóla. Einnig á eftir að koma í ljós hvað línur menntamálaráðherra mun leggja í þessum efnum en verið er að ræða að börn byrji ári fyrr í grunnskóla. Ljóst er að ekki er pláss fyrir 5 ára börnin í grunnskólanum strax og því þarf að brúa bilið þangað til.
Fram hafði komið hugmynd um lausa kennslustofu sem sett yrði á lóð leikskólans og tengd leikskólanum með viðbyggingu. Golfskálinn hefur verið nefndur í því samhengi. Einnig var rætt um hvor væri hægt að nýta einhverjar aðrar byggingar í nærri leikskólanum. En Guðrún og Dóra tóku skýrt fram að það væri alltaf verri kostur og reynslan hefði ekki verið góð af slíku fyrirkomulagi. Því var ákveðið að byrja á að fara á vettvang og skoða golfskálann, hvort hann er hentur í þetta verkefni. Farið verður fimmtudaginn 21. jan kl.13. Guðrún yfirgaf fundinn.

Málefni Grunnskólans voru þá rædd. Starfshópurinn hafði á sínum tíma rýnt húsnæði grunnskólans nokkuð ýtarlega og þekkir því vel hvað vantar. Ákveðið að byrja á því að starfshópurinn kynni sér lög og reglugerðir um húsnæði og aðbúnað grunnskóla. Dóra, Obba og Lilja byrja á lista yfir þarfir. Næsti fundur ákveðinn 4. febrúar kl.14 í grunnskólanum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:00
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

12.02.2016