Djúpivogur
A A

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

10. desember 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 10. desember 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 10:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.
Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrár
2. Fjárhagsáætlun 2016

1. Gjaldskrár
Samþykkt að vísa gjaldskrám sem farið var yfir á fundinum til sveitarstjórnar til staðfestingar.

2. Fjárhagsáætlun 2016
Farið yfir lokaútgáfu af fjárhagsáætlun. Samþykkt að leggja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, unna í samráði við KPMG, með breytingum frá fyrri áætlun sem lýtur að vísitölubreytingum til næstu þriggja ára til síðar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar 10. desember 2015.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

9. nóvember 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 9. nóvember 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 9. nóvember 2015 kl. 10:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Einnig sátu fundinn Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla og Guðrún Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns, leikskóla. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Hagræðing í rekstri Djúpavogsskóla og gjaldskrár.

1. Hagræðing í rekstri Djúpavogsskóla og gjaldskrár.
Tilefni sameiginlegs fundar var bókun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps frá 16. október 2015:

Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. október 2015. Lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna árshlutauppgjörs Djúpavogsskóla. Launakostnaður er verulega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að launakostnaður, sérstaklega í tónskóla, hefur verið vanáætlaður, hagræðingaraðgerðir hafa ekki náð fram að ganga og viðbótarlaunakostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara er umtalsverður. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólanna með tilliti til launakostnaðar og þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Samþykkt að starfshópurinn fundi með fulltrúum skólasamfélagsins og fari yfir málið fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

Á fundinum var farið yfir endurskoðaðar áætlaðar launagreiðslur í Djúpavogsskóla 2016. Jafnframt var farið yfir mögulega hagræðingarmöguleika varðandi reksturinn. Niðurstaða fundarins er að ekki sé svigrúm til frekari endurskoðunar á launaþætti en að áfram verði reynt að gæta aðhalds og að stjórnendur í samráði við sveitarstjóra leiti allra leiða til hagræðingar. HDH mun þó fara yfir fyrirkomulag vegna kennslu í tónskóla og gera sveitarstjóra grein fyrir niðurstöðum og mögulegum tækifærum til hagræðingar og/eða skipulagsbreytinga.
Fundurinn sammála um að gjaldskrár þarfnist ekki róttækra breytinga annarra en þeirra að gerðar verði á þeim leiðréttingar vegna vísitölubreytinga. Fundurinn sammála um að leggja skuli af niðurgreiddar 3 klst. hjá elsta árgangi í leikskóla frá og með hausti 2016.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

13. október 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. október 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 09:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Minnisblað vegna Djúpavogssskóla.
2. Fjárhagsáætlun 2016
3. Fjárfestingaráætlun 2016-2019
4. Hafnarsjóður


1. Minnisblað vegna Djúpavogsskóla
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna Djúpavogsskóla. Ljóst er að frávik í launaþætti eru minni en áður var gert ráð fyrir eða rúm 17%. Að höfðu samráði við KPMG leggur starfshópurinn til að ekki verði gerður viðauki vegna þessa fráviks. Starfshópurinn leggur, í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp, mikla áherslu á að betur þurfi að standa að áætlanagerð og að eftirfylgni með áætlunum komist í fastari skorður. Leggur starfshópurinn til að stefnt verði að föstum fundum með stjórnendum skólans ársfjórðungslega þar sem farið verði yfir stöðuna hverju sinni.

2. Fjárhagsáætlun 2016
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2016. Stefnt er að því að fyrstu drög verði tilbúin fyrir 20. október og verði þá send sveitarstjórn til kynningar.

3. Fjárfestingaráætlun 2016-2019
Farið var yfir drög að fjárfestingaráætlun næstu 4 ára.

4. Hafnarsjóður - aflagjöld
Sveitarstjóri kynnti stöðu varðandi innheimt aflagjöld fyrstu 8 mánuði ársins. Um nokkra lækkun er að ræða frá fyrra ári. Í ljósi mun minni landaðs afla í september en á fyrra ári er ljóst að tekjur hafnarsjóðs af aflagjöldum verða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Starfshópurinn lýsir áhyggjum sínum af þessari stöðu þar sem meginhluti tekna hafnarsjóðs kemur venjulega inn á síðustu 4 mánuðum ársins.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016

15. september 2015

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 15. september 2015

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, föstudaginn 15. september 2015 kl. 11:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Kostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara og breytinga á skólahúsnæði
2. Framkvæmdir á Teigarhorni
3. Framkvæmdir við gömlu kirkjuna
4. Framkvæmdir við Faktorshús
5. Framkvæmdir við nýjar flotbryggjur
6. Fjárhagsáætlun, árshlutauppgjör og næsti fundur


1. Kostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara og breytinga á skólahúsnæði
Skólastjóri Djúpavogsskóla sat fundinn undir þessum lið. Farið yfir kostnaðarhækkanir sem hljótast af nýju vinnumati grunnskólakennara og breytingum á skólahúsnæði ásamt fráviki frá áætlun. Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða. Frávik í launaþætti stefna í rúmar 44 milljónir eða 33%. Skólastjóri lagði fram samantekt líkt og ákveðið var á síðasta fundi samráðshópsins. Sveitarstjóra falið að vinna drög að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir næsta fund samráðshópsins í samráði við KPMG.

2. Framkvæmdir á Teigarhorni
Farið yfir stöðu framkvæmda á Teigarhorni s.s. stígagerð og endurbætur á íbúðarhúsi. Framkvæmdir eru innan fjárhagsáætlunar.

3. Framkvæmdir við gömlu kirkjuna
Farið yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Í sumar hefur verið unnið að nýjum grunni og styrkingu innviða.

4. Framkvæmdir við Faktorshús
Farið yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu Faktorshússins. Í sumar hefur verið unnið að grjóthleðslum og frágangi á lóð. Framkvæmdir eru innan fjárhagsáætlunar.

5. Framkvæmdir við nýjar flotbryggjur
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna nýrra flotbryggja.

6. Fjárhagsáætlun, árshlutauppgjör og næsti fundur
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Stefnt er að næsta fundi um leið og árhlutauppgjör vegna fyrstu 8 mánaða liggur fyrir þar sem frekar verður fjallað um fjárhagsáætlun 2016.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

12.02.2016