Djúpivogur
A A

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

13. nóvember 2014

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. nóvember 2014

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 13.nóvember 2014 kl. 09:00. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Djúpavogshreppur – Fjárhagsáætlun – fyrri umræða1. Djúpavogshreppur – Fjárhagsáætlun – fyrri umræða

Farið yfir tillögur sveitarstjóra að bókunum vegna fyrri umræðu fjárhagsáætlunar fyrir Djúpavogshrepp 2015-2018. Samþykkt að þær yrðu lagðar fram sem slíkar til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt að hópurinn fundi a.m.k. einu sinni enn vegna undirbúnings síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2015-2018 11. desember 2014.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.

Gauti Jóhannesson, fundarritari

15.12.2014

4. desember 2014

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 4. desember 2014

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 4. desember 2014 kl. 08:30. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins / gjaldskrár

1. Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins / gjaldskrár /fjárfestingar

Farið yfir endanlegar tillögur að gjaldskrám vegna 2015. Farið var yfir tillögurnar og fjallað um einstaka liði þeirra og þær samþykktar. Sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegum tillögum starfshópsins varðandi gjaldskrár fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn 11. desember. Farið yfir fyrirhugaðar fjárfestingar samkvæmt yfirliti sem sveitarstjóri hafði áður sent. Samþykkt að leggja hann fyrir sem tillögu hópsins við síðari umræðu. Farið yfir fjárhagsáætlun frá Garðari Jónssyni R3. Samþykkt að leggja hana fyrir til síðari umræðu hjá sveitarstjórn 11. desember.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:20

Gauti Jóhannesson, fundarritari

15.12.2014

4. nóvember 2014

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 4. nóvember 2014

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 09:00. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins / fjárhagsáætlun

1. Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins / fjárhagsáætlun

Sveitarstjóri hafði sent drög að fjögurra ára fjárhagsáætlun fyrir Djúpavogshrepps dags. 24. október unnar af Garðari Jónssyni hjá R3-Ráðgjöf ehf. til fundarmanna. Farið var yfir tillögurnar og fjallað um einstaka liði þeirra. Sveitarstjóra falið að gera tillögur að minni háttar breytingum í fjárfestingarhluta. Samþykkt að þær yrðu grunnur að fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015-2018 og að þær yrðu lagðar fram sem slíkar til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar ásamt greinargerð

Samþykkt að hópurinn fundi einu sinni enn vegna undirbúnings fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2015.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

15.12.2014

16. október 2014

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 16. október 2014

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 09:00. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins

Djúpavogshreppur – Hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins
Sveitarstjóri hafði sent hagræðingartillögur í rekstri sveitarfélagsins unnar af Garðari Jónssyni hjá R3-Ráðgjöf ehf. Farið var yfir tillögurnar og fjallað um einstaka liði þeirra. Samþykkt að leggja til eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014:

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Tilfærslur og breyting á tekjum og rekstrarútgjöldum:

I. Tekjuhlið
Gert er ráð fyrir að tekjur verði 5,5 millj. lægri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af lægra útsvari sem nemur 8,18 millj. og minni tekjum hafnarsjóðs sem nemur 6,0 millj. Á móti koma auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði 8,6 millj. og húsaleigubætur 0,1 millj.
Áhrif: Tekjur 2014 verða 5,5 millj. lægri en ráð var fyrir gert.
II. Útgjaldahlið
Gert er ráð fyrir að útgjöld verði 1,7 millj. hærri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af 3,0 millj. hærri útgjöldum vegna liðveislu og 1,0 millj. vegna annars kostnaðar. Á móti er gert ráð fyrir að laun verði 2,3 millj. lægri en ráð var fyrir
Áhrif: Útgjöld verða 1,7 millj. hærri en ráð var fyrir gert.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó lækkun tekna að fjárhæð 5.479.000 og nettó hækkun rekstrargjalda að fjárhæð 1.749.000. Rekstraráhrif koma til lækkunar á afkomu ársins sem mætt verður með skammtíma lántöku. Rekstrarniðurstaða eftir breytingar er áætluð 1.787.000. Breytingar verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.


Samþykkt að hópurinn fundi næst 5. nóvember vegna undirbúnings fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2015.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:20

Gauti Jóhannesson, fundarritari

17.10.2014

9. september 2014

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 9. september 2014

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 9. september 2014 kl. 09:00. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Erindisbréf
2. Milliuppgjör
3. Starfsáætlun


1. Erindisbréf
Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf til kynningar.

2. Milliuppgjör
Sveitarstjóri lagði fram 6 mánaða milliuppgjör unnið af KPMG. Ljóst er að rekstur er að stærstum hluta innan ásættanlegra marka. Menningar-, skipulags- og byggingarmál auk hafnarinnar þurfa þó nánari greiningar við. Sveitarstjóra falið að skoða í hverju frávik liggja og kynna starfshópnum.

3. Starfsáætlun
Starfshópurinn setti saman áætlun um með hvaða hætti hann muni starfa í vetur. Næsti fundur ákveðinn 1. október.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:20

Gauti Jóhannesson, fundarritari

17.10.2014