Djúpivogur
A A

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

2. nóvember 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 2. nóvember 2017 

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 fimmtudaginn 2. nóvember 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi: 

1. Fjárhagsáætlun 2018 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2018 og kynnti frumdrög unnin í samráði við KPMG. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám utan að þær taki mið af þróun launavísitölu um 6,5%. Ekki ert gert ráð fyrir söluhagnaði vegna Nordic Factory en þar sem fasteignin er til sölu leggur hópurinn til að það verði gert. Farið var yfir fjárfestingarhluta áætlunarinnar og gerðar á honum minniháttar breytingar. Stefnt er að því að hópurinn fundi a.m.k. einu sinni enn áður en áætlunin verði tekin til fyrri umræðu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.

Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

13. nóvember 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. nóvember 2017 

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 mánudaginn 13. nóvember 2017. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi: 

1. Fjárhagsáætlun 2018 


 

1. Fjárhagsáætlun 2018

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2018. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi 2018 þrátt fyrir meiri fjárfestingar en undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að Nordic Factory verði seld á árinu og nemur söluhagnaður um 30 millj. Starfshópurinn sammála um að leggja áætlunina fram til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn 16. nóvember. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

 Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 13. nóvember 2017

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 08:30 mánudaginn 13. nóvember 2017. Fundinn sátu Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:

1. Fjárhagsáætlun 2018

 

1. Fjárhagsáætlun 2018 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2018. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi 2018 þrátt fyrir meiri fjárfestingar en undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að Nordic Factory verði seld á árinu og nemur söluhagnaður um 30 millj. Starfshópurinn sammála um að leggja áætlunina fram til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn 16. nóvember.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

16. október 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 16. október 2017

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 11:00 mánudaginn 16. október 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:
1. Fjárhagsáætlun 2018
2. Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla
3. Fjárhagsviðmið vegna 2018

1. Fjárhagsáætlun 2018 Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2018. Undanfarið hefur verið unnið með forstöðumönnum stofnana að gerð frumdraga áætlunarinnar. Stefnt er að öðrum fundi fljótlega þar sem m.a. verður farið betur yfir fjárfestingarhluta áætlunarinnar.

2. Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla Farið yfir rekstarkostnað leik- og grunnskóla í samanburði við sambærilegar stofnanir í öðrum sveitarfélögum. Heilt yfir er rekstarkostnaður skóla sveitarfélagsins sambærilegur við sambærilegar stofnanir annarsstaðar.

3. Fjárhagsviðmið vegna 2018 Farið yfir fjárhagsviðmið 2018 fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00 Gauti Jóhannesson, fundarritari

18.12.2017

11. apríl 2017

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

Fundargerð 11. apríl 2017

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 11:00 þriðjudaginn 11. apríl 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.  

Dagskrá var eftirfarandi:

 

1.Ársreikningur 2016 

Farið yfir ársreikning 2016 sem fundarmenn fengu sendan með fundarboði 6. apríl.

Ekki eru gerðar athugasemdir við ársreikninginn.  Starfshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með tekist hafi að halda áætlun í stærstu rekstrarþáttum sveitarfélagsins og þeim jákvæða viðsnúningi sem átt hefur sér stað varðandi rekstarniðurstöðu frá síðasta ári.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

 

Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 11. apríl 2017
Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, kl. 11:00 þriðjudaginn 11. apríl 2017. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.  
Dagskrá var eftirfarandi:
1.Ársreikningur 20161.Ársreikningur 2016 Farið yfir ársreikning 2016 sem fundarmenn fengu sendan með fundarboði 6. apríl.Ekki eru gerðar athugasemdir við ársreikninginn.  Starfshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með tekist hafi að halda áætlun í stærstu rekstrarþáttum sveitarfélagsins og þeim jákvæða viðsnúningi sem átt hefur sér stað varðandi rekstarniðurstöðu frá síðasta ári.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00
Gauti Jóhannesson, fundarritari

 

18.07.2017

10. nóvember 2016

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

18.11.2016

4. nóvember 2016


Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

18.11.2016

12. júlí 2016

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 12. júlí 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, þriðjudaginn 12. júlí kl. 09:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.  

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Árshlutauppgjör – fyrstu fimm mánuðir ársins 2016

Farið var yfir málaflokkayfirlit og greiningarskjöl frá KPMG vegna fimm fyrstu mánaða ársins.  Tekjur hafnarinnar eru mun minni en áætlanir gerður ráð fyrir.  Það helgast af því að tekjur hafnarinnar eru jafnan mestar í árslok. Útsvar er jafnframt undir áætlunum og krefst það frekari skoðunar.  Heilt yfir eru flestir málaflokkar í samræmi við áætlun þó eru nokkur frávik sem krefjast frekari athugunar.  Samþykkt að sveitarstjóri taki saman stutta greinargerð sem send verður starfshópnum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

14.10.2016

6. apríl 2016

Starfshópur um fjárhagsleg málefni – Fundargerð 6. apríl 2016

Fundur var haldinn í starfshópi um fjármál Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 6. apríl kl. 10:30. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Sóley Dögg Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Rekstur Djúpavogsskóla 2015 og 2016
2. Ársreikningur 2015
3. Árshlutauppgjör - 2016
4. Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga
5. Sala á eignum
6. Staða lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga um áramót og greiðsluáætlun
7. Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

 

1. Rekstur Djúpavogsskóla 2015 og 2016
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla sat fundinn undir þessum lið og fór yfir rekstur skólans 2015. Ljóst er að frávik frá fjárhagsáætlun eru veruleg á árinu sbr. greinargerð skólastjóra. Samþykkt að fela skólastjóra að útbúa greinargerð í samráði við launafulltrúa sem verði lögð fyrir sveitarstjórn við fyrri umræðu um ársreikning 2015.

2. Ársreikningur 2015
Farið yfir drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2015.

3. Árshlutauppgjör – janúar og febrúar 2016
Farið yfir árshlutauppgjör sem virðist í stórum dráttum samkvæmt áætlun. Stefnt að nákvæmri yfirferð 1. ársfjórðungs í samráði við KPMG á næsta fundi hópsins.

4. Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Sveitarstjóri fór yfir gögn frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi lánveitingu til að standa straum af afborgunum lána á árinu 2016, u.þ.b. 30 milljónir. Starfshópurinn sammála um að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði frá umræddri lántöku.

5. Sala á eignum
Sveitarstjóri kynnti fjárhagslega stöðu vegna félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins. Íbúðirnar eru fjórar: Borgarland 20a og b ásamt Borgarlandi 38 og 40. Eftirstöðvar lána með verðbótum eru frá 13 – 16 milljónir. Í ljósi þess að undanfarið hefur verið viðvarandi skortur á íbúðarhúsnæði beinir starfshópurinn því til sveitarstjórnar að möguleikar á sölu eignanna verði skoðaðir.

6. Staða lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga um áramót og greiðsluáætlun
Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 15. janúar.

7. Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/11. desember 2015 lögð fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00

Gauti Jóhannesson, fundarritari

14.10.2016

11. október 2016


Smellið hér til að skoða fundargerð starfshóps um fjárhagsleg málefni frá 19. september 2016.

14.10.2016