Djúpivogur
A A

Landbúnaðarnefnd

3. mars 2016

LANDBÚNAÐARNEFND DJÚPAVOGSHREPPS

FUNDARGERÐ

Fundur var haldinn í landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 14:00. Fundinn sátu Steinþór Björnsson formaður, Guðný Gréta Eyþórsdóttir varaformaður og Gautur Svavarsson. Einnig Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. SB stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Refa- og minkaveiði
2. Upprekstur í Búlandsdal
3. Önnur mál
_____________________________________________________________________

1. Refa- og minkaveiði
Landbúnaðarnefnd leggur til að auknu fé verði varið til minkaveiða enda fyrirséð að
það fjármagn sem ætlað er til málaflokksins dugar ekki til að fara yfir allan
Djúpavogshrepp. Lögð verði áhersla á að finna veiðimenn til að verksins svo veiðar
falli ekki niður. Landbúnaðarnefnd leggur jafnframt áherslu á að meira fé verði veitt
til refaveiða. Samþykktar breytingar á samningi og reglum um grenjaleit og
refaveiðar með meiri áherslu á grenjavinnslu en verið hefur.

2. Upprekstur í Búlandsdal
Landbúnaðarnefnd leggst ekki gegn því að Lindarbrekku verði veitt beitarafnot fyrir
allt að 60 ær með lömbum á Búlandsdal austan ár til þriggja ára.

3. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest og prentuð út.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:10.

11.03.2016