Djúpivogur
A A

Landbúnaðarnefnd

20. ágúst 2015

F U N D A R G E R Ð
LANDBÚNAÐARNEFND DJÚPAVOGSHREPPS

Fundur var haldinn í landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 20. ágúst 2015 kl. 13:00. Fundinn sátu Steinþór Björnsson formaður, Guðný Gréta Eyþórsdóttir varaformaður og Gautur Svavarsson.
Einnig Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. SB stjórnaði fundi. Dagskrá var eftirfarandi:


1. Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga
2. Réttir
_____________________________________________________________________

1. Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga.

a) Ákvörðun um fjallskilastjóra í Djúpavogshreppi haustið 2015.

Guðm. Valur Gunnarsson, Lindarbr. Svæði:Gamli Beruneshreppur.
Baldur Gunnlaugsson, Borgargarði Svæði:Gamli Búlandshreppur.
Guðmundur Eiríksson, Starmýri I Svæði:Gamli Geithellahreppur.

b) Ákvörðun um vinnuframlag vegna fjallskila hjá bændum, fjárlausum bændum / fjárlausum landeigendum haustið 2015 í samræmi við V. kafla fjallskilareglugerðar fyrir Múlasýslur nr. 9/2006.

Nefndin undirstrikar að þótt jarðeigendur eigi ekkert fé á sínu landi beri þeim samt skylda til að taka þátt í fjallskilum, annað hvort með vinnuframlagi eða greiðslu, sbr. ákvæði í 13. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, svohljóðandi:
“Eigi síðar en tveimur vikum fyrir fyrstu löggöngu, skal sveitarstjórn hafa lokið við að ákveða gangnadaga og raða niður gangnadagsverkum, í afréttir, upprekstrarheimalönd og önnur ógirt heimalönd, og öðrum áætluðum fjallskilakostnaði, á fjáreigendur í fjallskiladeildinni. Raða skal dagsverkum niður eftir fjártölu hvers fjáreiganda. Heimilt er þó að leggja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða. Sveitarstjórn er einnig heimilt að leggja gangnadagsverk á fjárlausa bændur vegna fjárskipta, eyðibýlaeigendur og aðra bændur í fjallskiladeildinni. Fjallskil skulu innt af hendi í vinnu, eftir því sem þörf krefur og við verður komið, ella goldin í peningum eftir mati sveitarstjórnar.
Hver bóndi eða jarðeigandi, hvaða búskap sem hann stundar, er skyldur að taka þátt í smölun síns heimalands þegar sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur eða umráðamenn eyðijarða, þó þeir eigi þar ekki fjár von. Samhliða göngum skulu eigendur afgirtra heimalanda smala þau lönd og gera full skil á því fé sem þar er”.
Sé tilskildum fjölda dagsverka ekki skilað ber hlutaðeigandi að gr. kr. 18.000.- í fjallskilasjóð fyrir hvert dagsverk, sem upp á kann að vanta á fulla mætingu og 1,5 falda þá fjárhæð, láti hlutaðeigandi ekki vita með minnst 24 klst. fyrirvara að hann óski eftir að gangnaforingi/fjallskilastjóri ráði smalamann / -menn fyrir sig gegn greiðslu.

Þar sem margar jarðir ná yfir mun stærra svæði en heimalöndin, er það mat landbúnaðarnefndar að fjáreigendur, ásamt fjallskilastjórum, beri ábyrgð á smölun þess lands, sem ekki telst heimaland. Landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að fjárbændur leggi til menn í þær landareignir (aðrar en eigin) sem líklegt er að þeir eigi fjár von. Einu dagsverki skal skila fyrir hverjar 30 kindur eða þar um bil.

Landbúnaðarnefnd áréttar að frá og með Berufirði til og með Urðarteigi, í landi Hamars og Hamarssels og í löndum sunnan Stórhóls verði ekki raðað niður í dagsverk, enda hefur fyrirkomulag fjallskila á þessum svæðum verið ágreiningslaust.

Með vísan til framangreinds samþykkir landbúnaðarnefnd samhljóða að boða alla hlutaðeigandi; þ.e. bændur og/eða eigendur/umráðamenn fjárlausra jarða í Djúpavogshreppi í smalamennsku haustið 2015 sem hér greinir, raðað niður eftir svæðum:

FYRRI GANGA:

19. sept. Karlsstaðir, Berunes, Þiljuvellir. Réttað á Berunesi.
Gangnaforingi: Sigurður Hjaltason.
Karlsstaðir 2 dagsverk
Berunes 1 1 dagsverk
Berunes 2 3 dagsverk
Þiljuvellir 1 dagsverk
Kross 1 dagsverk

19. sept. Fagrihvammur, Gautavík, Skáli og Kelduskógar. Réttað í Gautavík.
Gangnaforingi: Stefán Ingólfsson/Kári Snær Valtingojer
Fagrihvammur 2 dagsverk
Gautavík 2 dagsverk
Kross 4 dagsverk
Skáli 2 dagsverk
Kelduskógar 2 dagsverk

19. sept. Hvannabrekka. Réttað í Reiðsundi.
Gangnaforingi: Steinþór Björnsson
Hvannabrekka 2 dagsverk
Berufjörður 2 dagsverk
Kelduskógar 1 dagsverk

19. sept. Ytri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason.
Múlabæir 4 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

19. sept. Rannveigarstaðir, Staðarfjall, Hærukollsnes og Oddar. Réttað á Rannveigarstöðum.
Gangnaforingi: Pétur Ragnarsson/Skúli Benediktsson
Rannveigarst. 3 dagsverk
Hærukollsnes 1 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk
Hof 2 dagsverk
Torfi Sigurðsson 1 dagsverk

19. sept. Geithellnadalur. Réttað á „Nesjarétt“
Gangnaforingi: Rúnar Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk
Geithellnar 2 2 dagsverk
Kambsel 2 dagsverk (G1, G 2 og K = v/ upprekstur Blábj. og Hnaukar)
Blábjörg 1 dagsverk

19. sept. Jökulfell og Tunguafrétt.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Stórhóll 3 dagsverk
Torfi Sigurðsson 2 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

20. sept. Innri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason
Múlabæir 4 dagsverk
Stórhóll 2 dagsverk

20. sept. Geithellnadalur, utan Hákonarár. Réttað á Blábjörgum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk
Geithellnar 2 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

20. sept. Tunga. Réttað á Stórhól eða Hofi.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 6 dagsverk
Stórhóll 6 dagsverk

26. sept. Krossdalur, beggja megin ár. Réttað í Krossgerði.
Gangnaforingi: Örn Ingólfsson
Kross 6 dagsverk
Krossgerði 1 3 dagsverk
Krossgerði 2 1 dagsverk
Fossgerði 1 dagsverk
Steinaborg 1 dagsverk

26. sept. Hofsdalur og Hofsbót (inndalur, rekið í nátthaga við Timburás).
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk
Hof 2 dagsverk

26. sept. Bragðavalladalur að Mjósundafellum. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

27. sept. Núpsland. Réttað á Núpi.
Gangnaforingi: Björgvin Gunnarsson.
Núpur 4 dagsverk

27. sept. Hofsdalur (ytri hluti, réttað á Hofi).
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk

27. sept. Bragðavalladalur frá Mjósundafellum að Snædalsöxl. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

27. sept. Snædalur og Snædalsöxl. Réttað á Bragðavöllum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

27. sept. Flugustaðadalur. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

3. okt. Allur Búlandsdalur og Hálsströnd. Réttað í Hálsrétt.
Gangnaforingjar: Gautur Svavarsson og Baldur Gunnlaugsson.
Teigarhorn 1 dagsverk
Djúpavogshr. 1 dagsverk
Lindarbrekka 2 dagsverk
Hamarssel (Flötufjöll 1) 4 dagsverk

Fjáreig. DPV 5 dagsverk (Baldur Gunnlaugsson = 3, Baldur Sigurðsson = 1, Kristinn Pétursson = 1).

SÍÐARI GANGA:

10. okt. Innri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason.
Múlabæir 3 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

10. okt. Geithellnadalur. Réttað á „Nesjarétt“ / „Landrétt“.
Gangnaforingi: Rúnar Gunnarsson.
Geithellnar 1 1 dagsverk (v/ upprekstur Blábjörg og Hnaukar)
Geithellnar 2 2 dagsverk (v/ upprekstur Blábjörg og Hnaukar)
Blábjörg 1 dagsverk

10. okt. Karlsstaðir, Berunes, Þiljuvellir og Krossdalur. Réttað í Krossgerði.
Gangnaforingi: Sigurður Hjaltason/Örn Ingólfsson
Berunes 2 2 dagsverk
Kross 4 dagsverk
Karlsstaðir 1 dagsverk
Krossgerði 1 2 dagsverk

10. okt. Hofsdalur (inndalur) smalað í nátthaga við Timburás.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 4 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk

10. okt. Bragðavalladalur að Mjósundafellum.
Gangnaforingi: Gautur Svavarsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk

11. okt. Ytri hluti Múladals. Réttað á Múla.
Gangnaforingi: Marteinn Gíslason
Múlabæir 4 dagsverk

11. okt. Núpsland. Réttað á Núpi.
Gangnaforingi: Björgvin Gunnarsson.
Núpur 3 dagsverk

11. okt. Fagrihvammur, Gautavík, Skáli, Kelduskógar og Hvannabrekka. Réttað í Gautavík (og jafnvel víðar).
Gangnaforingi: Stefán Ingólfsson/Kári Snær Valtingojer
Kross 3 dagsverk
Kelduskógar 1 dagsverk
Berufjörður 1 dagsverk
Fagrihvammur 1 dagsverk
Hvannabrekka 1 dagsverk

11. okt. Bragðavalladalur frá Mjósundafellum að Snædalsöxl.
Gangnaforingi: Hafliði Sævarsson.
Bragðavellir 1 dagsverk
Hamarssel 1 dagsverk
Fossárdalur 1 dagsverk

11. okt. Hofsdalur (útdalur), Rannveigarstaðir, réttað á Hofi.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 4 dagsverk
Stórhóll 5 dagsverk
Rannveigarstaðir 1 dagsverk

11. okt. Geithellnadalur, utan Hákonarár. Réttað á Blábjörgum.
Gangnaforingi: Stefán Gunnarsson.
Geithellnar 1 & 2 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

12. okt. Rannveigarstaðir. Réttað á Rannveigarstöðum.
Gangnaforingi: Pétur Ragnarsson.
Rannveigarst. 1 dagsverk
Stórhóll 1 dagsverk

12. okt. Snædalsöxl og Snædalur. Réttað í Bragðavallarétt.
Gangnaforingi: Ragnar Eiðsson
Bragðavellir 1 dagsverk
Blábjörg 3 dagsverk

 

12. okt. Allur Búlandsdalur og Hálsströnd. Réttað í Hálsrétt.
Gangnaforingi: Gautur Svavarsson
Djúpavogshr. 1 dagsverk
Lindarbrekka 1 dagsverk
Teigarhorn 1 dagsverk
Hamarssel 2 dagsverk
Fjáreig. DPV 2 dagsverk (Ákveðist af gangnaforingja)

17. okt. Tunga. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 5 dagsverk
Stórhóll 4 dagsverk

18. okt. Flugustaðadalur sunnan ár. Réttað á Stórhól.
Gangnaforingi: Skúli Benediktsson
Torfi Sigurðsson 3 dagsverk
Stórhóll 3 dagsverk
Flugustaðir 1 dagsverk

Ákvörðun um greiðslur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að inntar verði af hendi fastar greiðslur fyrir hvert dagsverk sem gangnaforingjar þurfa að manna, eða kr. 18.000 sbr. bókun í lið 1 b) hér að framan. Orlof er innifalið. Gangnaforingjar skulu ráða gangnamenn að höfðu samráði við fjallskilastjóra, sem skrifar upp á dagsverk vegna þeirra fjallskila er greiða þarf. Að öðru leyti verði ekki um greiðslu að ræða úr fjallskilasjóði. Fjár- og landeigendur eru minntir á þá skyldu sína að tilkynna til gangnaforingja geti þeir ekki útvegað gangnamenn.

2. Réttir

Nefndin minnir á að mikilvægt er að farið sé yfir og viðhaldi sinnt á fjárréttum í sveitarfélaginu áður en göngur hefjast.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest og prentuð út.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.

12.02.2016