Djúpivogur
A A

Landbúnaðarnefnd

16. apríl 2015

Fundur settur í landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps 16. apríl 2015 kl. 20.00

Fundinn sátu, Gudný Gréta Eyþórsdóttir, Guðmundur Eiríksson og Guðmundur Valur Gunnarsson sem
ritaði fundargerð.

Tekinn fyrir upprekstur Torfa Sigurðssonar á land sveitarfélagsins á Tungu.

Málið rætt talsvert og nidurstaðan varð sú að nefndin samþykkir ad leyfa upprekstur til eins árs með þeim skilyrðum ad fénu verði sleppt á Tungunni og að viðkomandi sjái um fjallskil samkvæmt gangnaseðli,og samskipti vid land/ og fjáreigendur sem hlut eiga að máli verði í lagi. Enn fremur að vel verði staðið að eftirleitum eftir löggöngur og þvi verki verði lokið svo fljótt sem mögulegt er.
Ef ekki verður staðið vid þau skilyrði sem að framan greinir má reikna með að ekki verði um frekari samninga að ræda.

Fundi slitið kl. 21.

09.06.2015

30. mars 2015

Landbúnaðarnefnd: Fundargerð 30. mars 2015

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1 Djúpavogi mánudaginn 30. mars kl. 14.15.

Fundinn sátu Steinþór Björnsson, Guðmundur Eiríksson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Refa og minkaveiðar

2. Upprekstur á Tungu

3. Girðingamál

4. Önnur mál.


1.a Landbúnaðarnefnd leggur til að fjárveitingar til refaveiða verði auknar svo hægt sé að tryggja að farið verði á öll þekkt greni í sveitarfélaginu að vori.  Vitað er að stór svæði urðu útundan í fyrra vegna þess að peningurinn var búinn á miðju grenjatímabili, þannig vinnubrögð eru óásættanleg og þar með sitja ekki allir landeigendur  við sama borð.

1.b. Landbúnaðarnefnd leggur til að fjárveiting verði aukin að sama skapi til minnkaveiða, því fyrirséð er að peningur sem ætlaður er í þann málaflokk dugar ekki til að fara yfir allan Djúpavogshrepp.

Landbúnaðarnefnd leggur til að sami háttur verði hafður á við ráðningu manna í refa og minkaveiðar.

 

2. Formanni Landbúnaðarnefndar hefur borist erindi frá Torfa Sigurðssyni, Haga í Hornafirði þar sem hann lýsir yfir áhuga sínum á að endurnýja upprekstrarsamning við sveitarfélagið á Tungu. Meirihluti nefndarinnar vill endurnýja samninginn.  Landbúnaðarnefnd vill þó taka fram að smölun á komandi hausti verði að vera mun markvissari en síðasta haust, einnig skal öllu fé keyrt og sleppt á Tungu.  Nefndin vill leiðrétta þá misritun sem varð í fundargerð 06. nóvember 2014  að samkomulag fjár/ og landeigenda í Flugustaðadal, Tungu og Hofsdal sé engan vegin ásættanlegt, þar er eingöngu átt við fjáreigendur og vill nefndin biðja hlutaðeigandi velvirðingar.

3. Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að séð verði til þess að gert verði við veggirðingar innan tilskilins tíma. (setja dagsetningu) 

Landbúnaðarnefndin vill að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að landeigendur fjarlægi ónýtar girðingar á landi sínu sem eru bæði mönnum og dýrum hættulegar,svo ekki sé minnst á sjónmengun af þeim.

4. Önnur mál.

a.  Landbúnaðarnefnd vill beina því til sveitarstjórnar að klára lagfæringar á skilarétt í Hamarsseli sem byrjað var á í fyrra.

 b. Það væri æskilegt að rúlluplast væri sótt til bænda oftar en einu sinni á ári einnig verði net og bindigarn tekið líka.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.16.15

09.06.2015