Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

6. desember 2017

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 06.12.2017
22. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 6. desember 2017 kl.16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Pálmi Fannar Smárason.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldra: Sigríður Ósk Atladóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir.
Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Gjaldskrá leikskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Nýjar reglur Djúpavogsskóla.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kynnti nýjar reglur Djúpavogsskóla. Töluverðar umræður voru um reglurnar. Að loknum umræðum voru reglurnar bornar upp til samþykktar. Nýjar reglur Djúpavogsskóla voru samþykktar með fyrirvara um að inn í reglurnar verði sett að tillit verði tekið til barna í sérstökum aðstæður.

3. Gjaldskrár grunn-og tónskóla sem vísað var til okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi 16. nóvember 2017. Tekin til umræðu, borin upp og samþykkt samhljóða.

4. Erindi frá Þórdísi Sigurðardóttur dags. 13. nóv. '17.
Erindið er 3 liðum. Í fyrsta lið er farið fram á það að þeim nemendum grunnskólans sem vilja koma með nesti að heima til að neyta í hádegishléi verði búin aðstaða til að matast. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að því koma því svo við að nemendur geti borðað nesti sitt í skólanum/mötuneyti skólans í hádegishléi eins og reglugerð um lágmarksaðstöðu í grunnskólum segir til um.
Í öðrum lið er spurt um hver beri ábyrgð á því að kennt sé eftir námsskrá og hver fylgist með því að svo sé. Einnig er þar spurt um hvernig nemendur Djúpavogsskóla komi út úr samræmdum prófum á landsvísu eða meðal skóla hér á austurlandi. Skv. grunnskólalögum (29gr.) er það á ábyrgð skólastjóra að gerð sé, og kennt eftir, skólanámsskrá sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá sem gefin er út af ráðherra. Ráðuneytið tekur skólann út með reglubundnum hætti og fylgist þannig með að aðalnámsskrá sé fylgt. Einnig er innra og ytra mat framkvæmt af skóla og sveitarfélagi reglulega. Einnig geta foreldrar fylgst með sínum börnum og þeirra markmiðum skv. námskránni inná mentor. Varðandi samræmd próf þá er það þannig að þegar verið er að bera saman meðaltöl einkunna í samræmdum prófum eru einungis bornir saman skólar þar sem a.m.k. 11 nemendur tóku prófið. Það er gert til að tryggja að ekki sé hægt að persónugreina gögnin. Nemendur við Djúpavogsskóla hafa því ekki verið bornir saman við landsmeðaltöl eða meðaltöl á austurlandi í opinberum gögnum undanfarin ár, þar sem árgangar við skólann hafa verið mjög fámennir undanfarið. Skólastjóri/kennarar hafa þó aðgang að þessum gögnum og geta brugðist við ef tilefni er til. En óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburð nemanda öðrum en honum sjálfum og forráðamönnum.
Þriðji liður erindisins snýr að gæslu í frímínútum og hádegishléi. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að tryggja að gæsla sé ávallt nægilega vel mönnuð miðað við aðstæður. Einnig að skólalóðin verði gerð öruggari og allar slysagildrur fjarlægðar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:10
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.12.2017