Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

26. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 26.10.2016

15. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Pálmi Fannar Smárason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldrafélags: Auður Ágústsdóttir, Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Fundargerð ritaði Sóley.

Dagskrá:

1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri fór með okkur yfir málefni leikskólans. Starfsmannamál hafa verið í góðu horfi þetta haustið, þrátt fyrir mikil forföll. Um áramót mun vanta 2 starfsmenn. Leikskólinn er fullur og um áramót verða 2 börn á biðlista. Reglur leikskólans þarf að yfirfara og þá sérstaklega inntökureglur, Guðrún ætlar að gera það og er stefnt að því að samþykkja nýjar reglur strax eftir áramót.

2. William Óðinn Lefever íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór með nefndinni yfir verkefni vetrarins í Zion. Framundan er að koma á fót ungmennaráði og Óðinn er á leið til Finnlands og Lettlands til að sitja vinnustofu um hvernig best er að vinna að því að koma slíku ráði af stað. Endurskoða þarf lið í fjárhagsáætlun um æskulýðsstarf og Óðinn ætlar að koma sinni áætlun til sveitarstjóra til skoðunar. Óðinn talaði um húsnæði Zion sem ekki er hið besta ef tekið er tillit til starfsins sem þar fer fram.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

18.11.2016