Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

5. október 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

14. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30. 

Fundarstaður: Geysir. 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði Sóley.  

Dagskrá: 

1. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017. 

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð. 

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

 

 Fræðslu-og tómstundanefnd:  Fundargerð 05.10.2016

 

14. fundur 2014 – 2018

 

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

 

Mætt voru:  Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir,  Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom  inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

 

Fundargerð ritaði Sóley.  

 

Dagskrá: 

 

1.Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.

Starfsmannaekla  hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann.  Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017.

Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.

Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.

 

2. Erindisbréf nefndarinnar.  Fórum saman yfir það sem okkur er falið.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

14.10.2016

10. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.06.2016

13. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. júní 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn sveitarstjóri og oddviti: Gauti Jóhannesson og Andrés Skúlason

Dagskrá:

1.Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:39
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

1. júní 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 01.06.2016

12. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 1. júní 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Sigríður Ósk Atladóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir.

Dagskrá:

1.Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri. Komu og kynntu dagtöl skólanna fyrir komandi skólaár.
Guðrún kynnti læsisstefnu Bjarkatúns og fór stuttlega yfir starfsmannamál leikskólans sem eru orðin ágæt fyrir sumarið en verið er að fara að auglýsa eftir starfmönnum fyrir næsta vetur.
Halldóra fór einnig yfir starfsmannamál við grunnskólann og fór með nefndinni yfir ráðningarferlið við ráðningu aðstoðarskólastóra. Þar vantar ennþá 2 umsjónarkennara fyrir næsta skólaár og ekki hefur fengist þroskaþjálfi til starfa eins og auglýst var eftir. Halldóra fer núna á fullt í það að leita og/eða auglýsa eftir þessu starfsfólki sem vantar. Einnig upplýsti hún að fengist hefði lengri frestur til að koma upp brunavarnakerfi í húsinu en þangað til verða settir upp brunaboðar og flóttaleiðir í samvinnu við varðstjóra.
Dagatöl skólanna voru borin upp og samþykkt með fyrirvara um færslu á vortónleikum tónskólans framar um 1 viku.

2. Læsistefna Bjarkatúns lögð fram til kynningar

3. Gæsluvöllur- Enginn sótti um starf við gæsluvöllinn í sumar og einungis 4 börn sóttu um vist á vellinum. Því verður ekki starfræktur gæsluvöllur þetta sumar.

4. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin í síðasta sinn. Nefndin hafði á milli funda unnið töluvert í stefnunni og fengið athugasemdir og leiðbeiningar frá jafnréttisstofu. Stefnan svo staðfest og send sveitarstjórn til samþykktar.

Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016

4. maí 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 04.05.2016

11. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. maí 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Jóhanna Reykjalín

Dagskrá:

1. Niðurstaða starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla kynnt fyrir nefndinni.

2. Minnismiði frá Guðrúnu Sigurðardóttur Leikskólastjóra lagður fram til kynningar.
Þar kemur m.a. fram að Guðrún gerir ráð fyrir að 4 börn sem nú þegar hefur verið sótt um vistun fyrir munu ekki fá inn á leikskólann í haust. Fræðslunefnd mælir með að aukinn kraftur verði settur í að fá dagforeldra til starfa og hvetur áhugasama að kynna sér starfið.
Einnig kemur fram að töluverð starfsmannaekla er búin að vera viðvarandi síðan um áramót og ekki sér fram á að náist að fullmanna leikskólann fyrir sumarið. Lagt er til að auglýst verði eftir starfsfólki víðar.

3. Gæsluvöllur- Sóley tekur að sér að kanna málið með gæsluvöll fyrir sumarið.

4. Læsistefna Djúpavogsskóla lögð fram til kynningar.

5. Reglur um dagforeldra lagðar fram til kynningar.

6. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin. Sóley tekur að sér að vinna í stefnunni og hafa lagfærða stefnu klára fyrir síðustu viku maí svo hægt verði að fullklára stefnuna og senda til sveitarstjórnar til samþykktar.

7. 2 erindi frá Foreldrafélagi Djúpavogsskóla.
Beiðni um að Djúpavogshreppur bæti umferð gangandi, hjólandi, og akandi vegfarenda við grunnskóla Djúpavogs. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með foreldrafélaginu að nauðsynlegt er að bæta umferðamenningu við grunnskólann. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fá til þess bæra aðila til að útfæra örugga aksturs- og gönguleið til og frá skóla.
Beiðni um að öryggi barna við grunnskóla Djúpavogsskóla sé sett í forgang og að brunakerfi verði sett upp í skólanum, reykskynjarar og slökkvitæki séu yfirfarin árlega og rýmingaráætlun sé gerð sýnileg og kennd börnum og starfsfólki. Nefndin þakkar erindið og tekur undir með foreldrafélaginu. Nefndin veit til þess að verið er að vinna í þessum málum og ætlast til úrbóta.

Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

06.10.2016