Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

18. febrúar 2016

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 18.02.2016

10. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Berta Björg Sæmundsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.
Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir

Dagskrá:

1. Sjálfsmat Djúpavogsskóla
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla kom til okkar og kynnti skýrslu um sjálfsmat Djúpavogsskóla veturinn 2014-2015 .

2. Undirbúningur opins fundar um skólamál í Djúpavogshreppi.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Skólastjóri og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri unnu með nefndinni að undirbúningi opins fundar um skólamál.

3. Guðrún fór stuttlega um ýmis málefni er snú að leikskólanum. S.s. starfsmannamál, kosning trúnaðarmanns fyrir afl-starfsfólk leikskólans o.fl.

Önnur mál voru engin.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:34
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

11.03.2016