Fræðslu- og tómstundanefnd
26. október 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 26.10.2016
15. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 26. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Pálmi Fannar Smárason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara og foreldrafélags: Auður Ágústsdóttir, Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Fundargerð ritaði Sóley.
Dagskrá:
1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri fór með okkur yfir málefni leikskólans. Starfsmannamál hafa verið í góðu horfi þetta haustið, þrátt fyrir mikil forföll. Um áramót mun vanta 2 starfsmenn. Leikskólinn er fullur og um áramót verða 2 börn á biðlista. Reglur leikskólans þarf að yfirfara og þá sérstaklega inntökureglur, Guðrún ætlar að gera það og er stefnt að því að samþykkja nýjar reglur strax eftir áramót.
2. William Óðinn Lefever íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór með nefndinni yfir verkefni vetrarins í Zion. Framundan er að koma á fót ungmennaráði og Óðinn er á leið til Finnlands og Lettlands til að sitja vinnustofu um hvernig best er að vinna að því að koma slíku ráði af stað. Endurskoða þarf lið í fjárhagsáætlun um æskulýðsstarf og Óðinn ætlar að koma sinni áætlun til sveitarstjóra til skoðunar. Óðinn talaði um húsnæði Zion sem ekki er hið besta ef tekið er tillit til starfsins sem þar fer fram.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
5. október 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 05.10.2016
14. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði Sóley.
Dagskrá:
1. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.
Starfsmannaekla hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann. Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017.
Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.
Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.
2. Erindisbréf nefndarinnar. Fórum saman yfir það sem okkur er falið.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 05.10.2016
14. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 5. október 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir form. sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson sem kom inn sem varamaður fyrir Pálma Fannar Smárason sem var forfallaður.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar kennara: Sigríður Ósk Atladóttir og Þórdís Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði Sóley.
Dagskrá:
1.Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fór með okkur yfir ýmis málefni grunn-og tónskóla.
Starfsmannaekla hefur verið töluverð þetta haustið, 4 starfsmenn eru í námi, sem er mjög jákvætt en því fylgja fjarvistir. Ekki fékkst starfsmaður í starf sem auglýst var fram á sumar og því vantar núna í 50% stöðu við skólann. Mikið álag er á starfsfólki skólans vegna þessa og nauðsynlegt að auglýsa sem fyrst. Tónlistarkennarar hafa sagt starfi sínu lausu og því þarf að auglýsa eftir nýjum tónlistarkennara til starfa sem fyrst. Nefndin mælir með því að auglýst verði eitt og hálft stöðugildi frá 1. jan. 2017.
Umferðarstýring var sett upp við skólann í haust og nauðsynlegt er að kynna hana betur svo allir fari eftir því sem til er ætlast, farið verður í að brýna þetta fyrir foreldrum svo umferðin gangi betur á morgnana. Brunavarnir við skólann hafa verið yfirfarnar en enn er beðið eftir frekari aðstoð frá fulltrúum Brunavarna Austurlands.
Farið var yfir vinnustaðagreiningu á grunnskólanum og unnið verður áfram með niðurstöður sem þar koma fram.
2. Erindisbréf nefndarinnar. Fórum saman yfir það sem okkur er falið.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:22
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
10. júní 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.06.2016
13. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. júní 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn sveitarstjóri og oddviti: Gauti Jóhannesson og Andrés Skúlason
Dagskrá:
1.Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:39
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
1. júní 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 01.06.2016
12. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 1. júní 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Magnús Hreinsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Sigríður Ósk Atladóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir.
Dagskrá:
1.Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri. Komu og kynntu dagtöl skólanna fyrir komandi skólaár.
Guðrún kynnti læsisstefnu Bjarkatúns og fór stuttlega yfir starfsmannamál leikskólans sem eru orðin ágæt fyrir sumarið en verið er að fara að auglýsa eftir starfmönnum fyrir næsta vetur.
Halldóra fór einnig yfir starfsmannamál við grunnskólann og fór með nefndinni yfir ráðningarferlið við ráðningu aðstoðarskólastóra. Þar vantar ennþá 2 umsjónarkennara fyrir næsta skólaár og ekki hefur fengist þroskaþjálfi til starfa eins og auglýst var eftir. Halldóra fer núna á fullt í það að leita og/eða auglýsa eftir þessu starfsfólki sem vantar. Einnig upplýsti hún að fengist hefði lengri frestur til að koma upp brunavarnakerfi í húsinu en þangað til verða settir upp brunaboðar og flóttaleiðir í samvinnu við varðstjóra.
Dagatöl skólanna voru borin upp og samþykkt með fyrirvara um færslu á vortónleikum tónskólans framar um 1 viku.
2. Læsistefna Bjarkatúns lögð fram til kynningar
3. Gæsluvöllur- Enginn sótti um starf við gæsluvöllinn í sumar og einungis 4 börn sóttu um vist á vellinum. Því verður ekki starfræktur gæsluvöllur þetta sumar.
4. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin í síðasta sinn. Nefndin hafði á milli funda unnið töluvert í stefnunni og fengið athugasemdir og leiðbeiningar frá jafnréttisstofu. Stefnan svo staðfest og send sveitarstjórn til samþykktar.
Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
4. maí 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 04.05.2016
11. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. maí 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Jóhanna Reykjalín
Dagskrá:
1. Niðurstaða starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla kynnt fyrir nefndinni.
2. Minnismiði frá Guðrúnu Sigurðardóttur Leikskólastjóra lagður fram til kynningar.
Þar kemur m.a. fram að Guðrún gerir ráð fyrir að 4 börn sem nú þegar hefur verið sótt um vistun fyrir munu ekki fá inn á leikskólann í haust. Fræðslunefnd mælir með að aukinn kraftur verði settur í að fá dagforeldra til starfa og hvetur áhugasama að kynna sér starfið.
Einnig kemur fram að töluverð starfsmannaekla er búin að vera viðvarandi síðan um áramót og ekki sér fram á að náist að fullmanna leikskólann fyrir sumarið. Lagt er til að auglýst verði eftir starfsfólki víðar.
3. Gæsluvöllur- Sóley tekur að sér að kanna málið með gæsluvöll fyrir sumarið.
4. Læsistefna Djúpavogsskóla lögð fram til kynningar.
5. Reglur um dagforeldra lagðar fram til kynningar.
6. Jafnréttisstefna Djúpavogshrepps yfirfarin. Sóley tekur að sér að vinna í stefnunni og hafa lagfærða stefnu klára fyrir síðustu viku maí svo hægt verði að fullklára stefnuna og senda til sveitarstjórnar til samþykktar.
7. 2 erindi frá Foreldrafélagi Djúpavogsskóla.
Beiðni um að Djúpavogshreppur bæti umferð gangandi, hjólandi, og akandi vegfarenda við grunnskóla Djúpavogs. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með foreldrafélaginu að nauðsynlegt er að bæta umferðamenningu við grunnskólann. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fá til þess bæra aðila til að útfæra örugga aksturs- og gönguleið til og frá skóla.
Beiðni um að öryggi barna við grunnskóla Djúpavogsskóla sé sett í forgang og að brunakerfi verði sett upp í skólanum, reykskynjarar og slökkvitæki séu yfirfarin árlega og rýmingaráætlun sé gerð sýnileg og kennd börnum og starfsfólki. Nefndin þakkar erindið og tekur undir með foreldrafélaginu. Nefndin veit til þess að verið er að vinna í þessum málum og ætlast til úrbóta.
Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
18. febrúar 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 18.02.2016
10. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Berta Björg Sæmundsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.
Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir
Dagskrá:
1. Sjálfsmat Djúpavogsskóla
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla kom til okkar og kynnti skýrslu um sjálfsmat Djúpavogsskóla veturinn 2014-2015 .
2. Undirbúningur opins fundar um skólamál í Djúpavogshreppi.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Skólastjóri og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri unnu með nefndinni að undirbúningi opins fundar um skólamál.
3. Guðrún fór stuttlega um ýmis málefni er snú að leikskólanum. S.s. starfsmannamál, kosning trúnaðarmanns fyrir afl-starfsfólk leikskólans o.fl.
Önnur mál voru engin.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:34
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
3. desember 2015
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 03.12.2015
8. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 3. desember 2015 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Berta Björg Sæmundsdóttir og Júlía Hrönn Rafnsdóttir. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir
Dagskrá:
Liður nr. 1
Bréf frá Guðrúnu Sigurðardóttur Leikskólastjóra vegna fjölgunar í leikskólanum Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir og leikskólastjóri Guðrún Sigríður Sigurðardóttir komu og fóru yfir stöðuna í Bjarkatúni, en eldri deild leikskólans er full og 1 barn á biðlista. Dóra og Guðrún höfðu tekið saman minnisblað um hvernig þróunin í nemendafjölda í skólanum verður næstu ár og ljóst er að um viðvarandi "vanda" er að ræða. Ræddar voru ýmsar hugmyndir til að leysa málið og algerlega ljóst að nauðsynlegt er að finna lausn til framtíðar á þessu máli sem fyrst. FTN hvetur sveitarstjórn til að finna varanalega lausn á vandanum með því að auglýsa strax eftir dagforeldrum og finna húsnæði fyrir nýja deild við leikskólann. Einnig mælir nefndin með því að sveitarstjórn skipi undirbúningsnefnd sem skoðar þörf á stækkun grunnskólans.
Liður nr. 2
Leikskólinn Bjarkatún
Guðrún leikskólastóri fór yfir starfið og starfsmannahald í leikskólanum það sem af er vetri og hvað er framundan. Þrátt fyrir miklar mannabreytingar lýsir Guðrún yfir ánægju með starfið í leikskólanum sem hefur gengið vel í haust.
Liður nr. 3
Bréf frá Þórdísi Sigurðardóttur til nefndarinnar
Efni bréfsins snýr að breytingum í skólamálum undan farið í Djúpavogshreppi og hvort ekki sé áætlað að halda opinn kynningarfund vegna þeirra á næstunni. Nefndin þakkar bréfið og er algerlega sammála Þórdísi um nauðsyn þess að halda opinn fund um skólamál. Nefndi stefnir að því að halda slíkan fund sem fyrst á nýju ári. Sóley tekur að sér að undirbúa slíkan fund.
Liður 4
Gjaldskrár Djúpavogsskóla
Sveitarsjórn vísaði Gjaldskrám Djúpavogskóla til umsagnar hjá FTN á síðasta fundi sínum. Gjaldskrár samþykkar samhljóða.
Liður 5
Önnur mál voru engin
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:55
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
10. febrúar 2016
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 10.02.2016
9. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl.17:00.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Pálmi Fannar Smárason, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar starfsfólks og foreldrafélags Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt, Þórdís Sigurðardóttir og Auður Ágústsdóttir
Dagskrá:
1. Zion og æskulýðsmál
William Óðinn Lefever kom til okkar í almennt spjall um aðstöðu og starfsemi zion og æskulýðsmála. Óðinn mun útbúa lista yfir það sem vantar fyrir félagsmiðstöðina og setja niður hvernig hann vill sjá félagsmiðstöðina og starf íþrótta-og æskulýðsfulltrúa þróast.
2. Fyrirspurn frá Jóhönnu Reykjalín
Nefndinni barst fyrirspurn frá Jóhönnu Reykjalín:
Fyrirspurn til fræðslunefndar
Góðan dag
Mig langar til að spyrja ykkur út í námskeiðsmál í leikskólanum. Ég heyrði dæmi um starfsmann sem fékk ekki að fara á námskeið í gegnum fjarfundarbúnað vegna þess að starfsmaðurinn var ekki menntaður. Það þótti mér afskaplega miður að heyra enda hljótum við að vera sammála því að allir starfsmenn eiga að hafa sömu tækifærin til að bæta sig sem starfskraft burtséð frá því hvaða bakgrunn starfsmaðurinn hefur.
Ef þetta er stefna Leikskólans eða annarra stofnanna á vegum Djúpavogshrepps, þ.e.a.s. að mismuna fólki eftir menntun, þykir mér það mjög miður og eitthvað sem þarf klárlega að endurskoða.
Bestu kveðjur,
Jóhanna Reykjalín
Foreldri
Stefna Djúpavogshrepps er skýr í þessum efnum, eins og m.a. segir í skólastefnu sveitarfélagsins
"Skóli sveitarfélagsins skal vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna... Skólastjórnandi á að hvetja starfsfólk til þróunarstarfa, efla frumkvæði og stuðla að skólamenningu sem einkennist af samábyrgð og samvinnu. Starfsfólk á að hafa starfsskilyrði og menntun til þess að axla þá ábyrgð. Það skal gert með því að: Laða að og halda í fagmenntað, metnaðarfullt og hæft starfsfólk og leggja áherslu á starfsþróun hvers og eins..."
Einnig segir í 17. lið í starfsmannsstefnu Djúpavogshrepps " Það er stefna Djúpavogshrepps að leggja rækt við menntunarmál starfsfólks, svo hagnýt og fræðileg þekking þess sé ætíð í samræmi við kröfur tímans. Umsjón með slíku fræðslustarfi skal vera í höndum forstöðumanna stofnana og sveitarstjóra. Með starfsmannastefnunni er gerð sú krafa til allra sem vinna fyrir sveitarfélagið að þeir fylgist með nýjungum á starfssviði sínu og að þeir nýti sér þær í þágu hagræðingar og aukinnar þjónustu til íbúa sveitarfélagsins og þeirra fyrirtækja og stofnana sem sveitarfélagið hefur samskipti við. Í því sambandi skulu starfsmenn sérstaklega fylgjast með þróun upplýsingatækninnar og nýta sér hana eins vel og kostur er þannig að sveitarfélagið og stofnanir þess verði ávallt í fremstu röð á því sviði."
Nefndin vill taka fram að ef starfsmanni finnst á sér brotið eða að stefna sveitarfélags í þessum efnum sé ekki virt, að leita leiðbeininga hjá sínu stéttarfélagi eða trúnaðarmanni.
3. Minnismiði frá Dóru varðandi mannahald í grunnskólanum og cittaslow innleiðingu í Djúpavogsskóla lagt fram til kynningar.
4. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
Fundargerðir starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla lagðar fram til kynningar.
Óskalistinn óskar eftir að það sé fulltrúi frá þeim sé settur í þennan starfshóp.
5. Starfsáætlun Djúpavogsskóla
Lagt fram til kynningar
Önnur mál voru engin.
Næsti fundur nefndarinnar verður fimmtudaginn 18. kl.17:30.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:12.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
14. október 2015
Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 14.10.2015
7. fundur 2014 – 2018
Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 14. október 2015 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Magnús Hreinsson. Fundargerð ritaði Sóley.
Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt og Þórdís Sigurðardóttir
Dagskrá:
1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri, Halldóra Dröfn mætti og fór yfir starfið í Djúpavogsskóla þetta haustið. Breytingarnar sem gerðar á yfirstjórn skólans leggjst vel í skólastjóra og haustið fer vel afstað. Breytingar innanhús í grunnskólanum leggjast vel í starfsfólk og nemendur eru að virka vel. Unnið er í yngri- og eldribarnateymum og mikil samvinna á milli umsjónakennara í hvorum hóp. Verið er að vinna í nýrri læsis- og stærðfræðistefnu fyrir skólann. Tónskólinn er fullsetinn. Leikskólinn er einnig þéttsetinn, eldri deildin er full og yngri deildin stefnir í að verða full eftir áramótin.
Dóra fór einnig yfir lítillegar breytingar á reglum leikskólans.
2. Reglur Leikskólans Bjarkatúns
Lítillega breyttar reglur leikskólans Bjarkatúns voru lagðar fyrir nefndina og samþykktar samhljóða.
3. Skólaakstur
Reglur sem Sóley og Guðrún unnu í sumar og hafa verið sendar til skólastjóra, sveitarstjóra, skólabílstjóra, nemenda og starfsfólks leikskólans til athugasemda voru kynntar fyrir nefndinni. Lagfærðar og lagðar svo fram til samþykktar. Reglurnar voru samþyktar samhljóða.
4. Bréf skólastjóra til mennta- og menningarmálaráðuneyti lögð fram til kynningar.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18.40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.