Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

4. mars 2015

Fræðslu-og jafnréttisnefnd: Fundargerð 04.03.2015

3. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla og foreldra þær, Þorbjörg Sandholt, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Ólöf Rún Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri Djúpavogsskóla Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kom til okkar og fór yfir ýmislegt. Dóra kynnti Starfsáætlun Djúpavogsskóla sem er komin vel á veg og verður kláruð fyrir páska og sett á heimasíðu skólans. Skóladagatal fyrir 2015-2016 er að fara í vinnslu og verið að ræða um lengd skólaársins og fleira.
Dóra lagði breyttar reglur grunnskólans fram til samþykktar. Reglur bornar upp og samþykktar með 4 atkvæðum, 1 var á móti. Nefndin vill að reglurnar verið endurskoðaðar með tilliti til leibeininga sem væntanlegar eru frá Heimili og skóla ef til tilefni er til.
Einnig kynnti Dóra breytingu á reglum leikskólans sem voru samþykktar samhljóða.

2. Ungmennaráð
– Erindi frá Óskalistanum vísað til okkar frá sveitastjórn.
Bókun sveitarsjórnar: Sveitarstjórn er jákvæð fyrir stofnun ungmennaráðs og sammála um að beina erindinu til fræðslu- og tómstundanefndar.

Nefndinni líst mjög vel á stofnun ungmennaráðs og mælir með því að umsjón með þessu verði komið inní starfslýsingu íþrótta-og æskulýðsfulltrúa sem myndi leiða ráðið.

3. Gæsluvöllur sumarið 2015
-erindi vísaði til okkar frá sveitarstjórn
Bókun sveitarsjórnar: Lagt til að unnið verði út frá bókun fræðslu- og tómstundanefndar og nefndin vinni að nánari útfærslu.
Nefndin leggur til að gerð verið könnun á því hversu margir komi til með að nýta þessa þjónustu og hvaða opnunartími þarf að vera. Sóley og Helga Rún taka þetta að sér og ætla að senda könnunina út fyrir miðjan mars.

4. Rætt um góðan fund sem fræðslunefnd sat með starfsfólki leikskólans. Fundargerð þessa fundar verður tekin fyrir á næsta fundi FTN.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:54
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

13.03.2015