Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

22. maí 2015

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 22.05.2015

6. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps föstudaginn 22. maí 2015 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir og Berta Björg Sæmundsdóttir. Fundargerð ritaði Sóley. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir.

Dagskrá:

1. Skólastefna Djúpavogshrepps
Fórum yfir Skólastefnuna og kláruðum að afgreiða athugasemdir nefndarmanna

2. Djúpavogsskóli
Skólastjóri, Halldóra Dröfn kom og við fórum yfir breytingar á skólastefnunni með Dóru og ræddum. Þá lagði Dóra fyrir nefndina skóladagatal næsta skólaárs sem er 180 dagar. Dóra fór einnig yfir verkáætlun sem hún hefur unnið vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi í skólanum næsta skólaár og almenns viðhalds. Lagt er til við sveitarstjórn að þessari verkáætlun verði fylgt eftir. Dóra vék af fundi.
Eftir umræður um dagatalið var það lagt fram til samþykktar með þeim fyrirvara að unnið verið að því koma inná dagatalið sameiginlegum starfsdegi þar sem unnið er að sameiginlegri sýn og stefnu skólana. Dagatalið var því næst samþykkt samhljóð

3. Skólastefnan
Umræður um skólastefnuna kláraðar og lokabreytingar gerðar. Þá var stefnan lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

4. Skólaakstur
Sóley og Guðrún kynntu fyrir nefndinni það sem þær voru búnar að kynna sér um lög um skólaakstur og reglur ýmissa sveitarfélaga varðandi skólaakstur. Nefndin sammála um að nauðsynlegt væri að sveitarfélagið setti sér reglur í þessum efnum. Sóley og Guðrún taka að sér að vinna tillögu að reglum og leggja fyrir nefndina sem fyrst.

5. Önnur mál
Guðrún lagði fram 2 mál frá starfsfólki. Þau voru rædd og unnið verður að úrlausnum.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19.00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

23.06.2015

11. maí 2015

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 11.05.2015

5. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. maí 2014 kl.16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fundargerð ritaði Sóley. Einnig sat fundinn fulltrúi starfsfólks Djúpavogsskóla: Þorbjörg Sandholt.

Dagskrá:

1. Skólastefna Djúpavogshrepps
Fundurinn var vinnufundur þar sem unnið var við endurskoðun Skólastefnu Djúpavogshrepps.
Fundarmenn voru búnir að kynna sér leiðbeiningar frá sambandinu varðandi gerð skólastefna, Hvítbók ráðherra og nýjar aðalnámsskrá ásamt því að lesa skólastefnur ýmissa sveitarfélaga.
Ýmsar lagfæringar voru gerðar á núverandi stefnu og stefnt að því að samþykkja endurskoðað Skólastefnu fyrir sveitarfélagið á næsta fundi nefndarinnar fyrir lok maí.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:45
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

23.06.2015

6. maí 2015

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 06.05.2015

4. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 6. Maí 2014 kl.16:15.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Óðinn Sævar Gunnlausson. Fundargerð ritaði Sóley. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla og foreldra þær, Þorbjörg Sandholt, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Ólöf Rún Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri Djúpavogsskóla Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kom til okkar og fór yfir ýmislegt, t.d. dagatal komandi skólaárs, lengd skólaársins (170 eða 180 dagar). Rætt var um lokun leikskóla milli jóla og nýárs og dimbilviku. Engin nýting var milli jóla og nýárs, 3 voru skráðir en mættu ekki, það þarf að koma skýrt fram frá sveitarstjórn hvernig fyrirkomulagið á að vera og launakjör starfsmanna. Eðlilegt væri að miða við að lágmarksfjöldi barna væri 8 til að hafa leikskólann opinn.
Fram kom í máli Dóru að álag á starfsfólk er mikið og mikið um forföll. FTN vill að skoðað verði með álagsgreiðslur til starfsfólks sem er að taka á sig aukna vinnu.
Fram kom í máli Dóru að aukafjárveitingu þarf til skólans vegna nýs vinnumats grunnskólakennara.

2. Tillögur um framtíðarskipulag skólahalds á Djúpavogi frá Skólastofunni - Ingvari Sigurgeirssyni
Farið yfir tillögurnar og þær ræddar.
Fræðslunefnd sammála um að mæla með því við sveitarstjórn að unnið verði áfram með tillögur Skólastofunnar í skólasamfélaginu. Dóra lagði fram grunn að verkáætlun vegna breytinga sem þyrti að fara í við grunnskólann, mælt er með því að það plagg verði unnið áfram með starfsfólki Djúpavogsskóla. Einnig var rætt um að skoða það hvor hvort hægt væri að bíða með að færa 5 ára börnin í grunnskólann eftir 1 ár en undirbúningur hefjist strax. Mælt er með þvi að auglýst verði eftir Leikskólastjóra í opinberum miðlum.
FTN vill að farið verði í það strax að hanna og ákveða með viðbyggingu við grunnskólann og telur að aðstaðan í grunnskólanum sé óástættanleg. Setja þarf fjármagn í endurbætur og endurnýjun á húsgögnum og fl.
Ákveðið að funda aftur með Dóru fyrir lok maí þar sem mótaðari hugmyndir verða lagðar fram.

3. Fundargerð frá fundir FTN og sveitarstjórn með starfsfólki leikskólans.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.20:15
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

09.06.2015

4. mars 2015

Fræðslu-og jafnréttisnefnd: Fundargerð 04.03.2015

3. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi og ritaði fundargerð, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlaugsson og Magnús Hreinsson. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla og foreldra þær, Þorbjörg Sandholt, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Ólöf Rún Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1. Djúpavogsskóli
Skólastjóri Djúpavogsskóla Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir kom til okkar og fór yfir ýmislegt. Dóra kynnti Starfsáætlun Djúpavogsskóla sem er komin vel á veg og verður kláruð fyrir páska og sett á heimasíðu skólans. Skóladagatal fyrir 2015-2016 er að fara í vinnslu og verið að ræða um lengd skólaársins og fleira.
Dóra lagði breyttar reglur grunnskólans fram til samþykktar. Reglur bornar upp og samþykktar með 4 atkvæðum, 1 var á móti. Nefndin vill að reglurnar verið endurskoðaðar með tilliti til leibeininga sem væntanlegar eru frá Heimili og skóla ef til tilefni er til.
Einnig kynnti Dóra breytingu á reglum leikskólans sem voru samþykktar samhljóða.

2. Ungmennaráð
– Erindi frá Óskalistanum vísað til okkar frá sveitastjórn.
Bókun sveitarsjórnar: Sveitarstjórn er jákvæð fyrir stofnun ungmennaráðs og sammála um að beina erindinu til fræðslu- og tómstundanefndar.

Nefndinni líst mjög vel á stofnun ungmennaráðs og mælir með því að umsjón með þessu verði komið inní starfslýsingu íþrótta-og æskulýðsfulltrúa sem myndi leiða ráðið.

3. Gæsluvöllur sumarið 2015
-erindi vísaði til okkar frá sveitarstjórn
Bókun sveitarsjórnar: Lagt til að unnið verði út frá bókun fræðslu- og tómstundanefndar og nefndin vinni að nánari útfærslu.
Nefndin leggur til að gerð verið könnun á því hversu margir komi til með að nýta þessa þjónustu og hvaða opnunartími þarf að vera. Sóley og Helga Rún taka þetta að sér og ætla að senda könnunina út fyrir miðjan mars.

4. Rætt um góðan fund sem fræðslunefnd sat með starfsfólki leikskólans. Fundargerð þessa fundar verður tekin fyrir á næsta fundi FTN.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:54
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

13.03.2015