Djúpivogur
A A

Fræðslu- og tómstundanefnd

2. október 2014

Fræðslu-og tómstundanefnd: Fundargerð 02.10.2014

1. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í fræðslu-og tómstundanefnd Djúpavogshrepps fimmtudaginn 2. október 2014 kl.16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Helga Rún Guðjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Óðinn Sævar Gunnlausson og Magnús Hreinsson. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfsfólks Djúpavogsskóla og foreldra þær, Þorbjörg Sandholt, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Ólöf Rún Stefánsdóttir.

Dagskrá:

1. Erindisbréf
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar

2. Skólastefna Djúpavogshrepps
Farið yfir Skólastefna Djúpavogshrepps sem þarf að endurskoða fyrir vorið. Ákveðið að senda stefnuna eins og hún er til umfjöllunar og endurskoðunar til skólasamfélagsins.

3. Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Djúpavogshrepps
Farið yfir Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Djúpavogshrepps sem þarf að endurskoða fyrir vorið. Ákveðið að senda stefnuna til umfjöllunar og endurskoðunar til allra stofnanna sveitarfélagsins og sveitarstjóra.

4. Dreifnám
Umræður um dreifnám, ákveðið að Sóley, Helga Rún og Ólöf Rún kynni sér dreifnám betur og leggi fyrir nefndina frekari upplýsingar á næsta fundi.

5. Erindi frá Írisi Dögg Hákonardóttur
Erindið snýr að sumarlokun Leikskólans Bjarkatúns. Erindið var rætt og ákveðið að mæla með því við sveitarstjórn að unnið verið að því að skipuleggja gæsluvöll sem komi til móts við þessa þörf. Einnig mælir nefndin með því að námskeiðið börn og umhverfi (barnapíunámskeið) verði í boði hér á næstunni.

6. Tölvuvæðing Djúpavogsskóla
Nefndin vill ítreka það að þörfin fyrir að tölvuvæða Djúpavogsskóla betur er orðin knýjandi. Hvetur nefndin sveitarstjórn til fara í þetta verkefni.

7. Sameining skóla Djúpavogshrepps
Ákveðið að taka sameiningu Djúpavogsskóla fyrir á næsta fundi.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.18:50.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

17.10.2014